Útdráttur:
|
Í febrúar 2016 undirrituðu ráðherrar landbúnaðar- og fjármála nýja búvörusamninga við bændur um starfsskilyrði við framleiðslu grænmetis, kindakjöts og nautgripaafurða. Samkvæmt frétt á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er samningnum ætlað „að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Sú uppbygging þarf að fara fram á grundvelli sérstöðu, sjálfbærni og fjölbreytni. Í því skyni eru í samningnum ný verkefni sem ætlað er að treysta stoðir landbúnaðarins og ýta undir framþróun, nýsköpun og byggðafestu.“ |