#

Frá Brussel til Breiðdalshrepps : Hvað er á döfinni hjá EFTA og ESB? : Upplýsingar fyrir sveitarfélög

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Guðrún Dögg Guðmundsdóttir 1973 is
dc.date.accessioned 2013-07-30T16:07:46Z
dc.date.available 2013-07-30T16:07:46Z
dc.date.issued 2012-11
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/3152
dc.description Í þessu riti er að finna yfirlit yfir helstu mál á döfinni hjá ESB og EFTA er snerta sveitarfélög. Upplýsingarnar hafa verið teknar saman af Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samráði við sérfræðinga sambandsins og samstarfsaðila í Brussel. Aftast eru skýringar á hlutverki Evrópustofnana, sem minnst er á, og skýr ingar á skammstöfunum og sértækum heitum sem notuð eru yfir Evrópu mál. Í rafrænni útgáfu skjalsins er einnig að finna fjölda tengla á skjöl og heimasíður þar sem nálgast má nánari upplýsingar um einstök mál. Athygli er einnig vakin á fréttasíðu Brussel-skrifstofunnar og póstlista.
Á haustmánuðum beindist kastljósið enn að efnahagsvandanum og hremmingum á evru-svæðinu. Kýpur tók við formennsku sambandsins í júlí en meðal forgangsverkefna eru aðgerðir til að bregðast við kreppunni og styrkja innri markaðinn. Kýpur þekkir vandann af eigin raun en nýlega þurfti landið að óska eftir aðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, m.a. til að bregðast við afleiðingum efnahagsvandans í Grikklandi. Samninga - viðræður um drög að langtímafjárhagsáætlun sam bands ins 2014–2020 eru í fyrirrúmi ásamt framtíðarfyrir - komulagi byggðastefnunnar, landbúnaðar- og fiskveiðistefnu ESB og stefnu um rannsóknir og nýsköpun. Helstu ásteitingarsteinarnir eru m.a. hver heildarframlög aðildarríkja eiga að vera, hversu miklum hluta fjárins verður veitt til byggða- og landbúnaðarstefnunnar og skattamál en líkast til mun samkomulag ekki nást fyrr en í formennskutíð Íra í byrjun árs 2013. Kýpur hyggst einnig beita sér í orku- og umhverfismálum en Evrópunet á sviði samgangna, samskiptatækni og orku (Trans- European Networks) og Connecting Europe Facility, nýr sjóður, sem ætlað er að styðja fjárfestingar í innviðum, eru ofarlega á baugi. Stefna ESB í málefnum hafsins (Integrated Maritime Policy), er einnig á stefnuskránni og sjálfbær nýting auðlinda, með sérstakri áherslu á vatn, en hvort tveggja er Kýpurbúum sérstaklega hugleikið. Þá verður lögð áhersla á aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi ungs fólks og samþykkt sameiginlegrar stefnu ESB í málefnum flóttafólks (Common European Asylum System) fyrir lok árs. Að auki mun Kýpur fást við verkefni tengd virkni á efri árum og sam stöðu kyn slóðanna, löggjöf um persónuvernd og ýmis utanríkismál, s.s. stækkunarstefnu sambandsins, samskipti við nágrannalöndin í suðri og þróunarsamvinnu.
Á næstu síðum er að finna ýmsar nánari upp lýsingar um ofangreind málefni og annað markvert á döfinni hjá EES og ESB er snertir sveitarfélögin.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Samband íslenskra sveitarfélaga is
dc.subject Evrópusambandið is
dc.subject Sveitarfélög is
dc.title Frá Brussel til Breiðdalshrepps : Hvað er á döfinni hjá EFTA og ESB? : Upplýsingar fyrir sveitarfélög is
dc.type Skýrsla is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Fra-Brussel-til-Breiddalshrepps---lokanet.pdf 2.864Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta