dc.description.abstract |
Hvílíkar hetjur! Hvílík saga! Þrándur er kominn um borð í Norrænu að hitta Maggí sem er póliamorískur Texasbúi með master í mannfræði – þau kynntust á Netinu. Nema hvað, á vegi hans verður ein af perlum Norður-Atlantshafsins, hinn engilbjarti Færeyingur Anní, og hann er ekki samur á eftir. Kominn til Kaupmannahafnar á þessi mikli hugsjónamaður úr vöndu að ráða í félagi við skrautlegt lið og góðvininn Billa. Já, söguhetjan rekur sig illilega á að eftir 11. september er allt breytt. Nú leyfist engum að sofa hjá hugmyndum og hugsjónum á víxl nema hann vilji fá á sig druslustimpilinn. Hér ræður hispursleysið ríkjum, jafnt í ríki hugmyndanna sem kynferðisins. Eiríkur Örn Norðdahl hefur áður gefið út ljóðabækur og þýtt Michael Moore á íslensku. Hugsjónadruslan er fyrsta skáldsaga hans. (Heimild: Bókatíðindi) |
is |