#

Skólaskýrsla 2011

Skoða fulla færslu

Titill: Skólaskýrsla 2011Skólaskýrsla 2011
Höfundur: Valgerður Freyja Ágústsdóttir 1973 ; Magnús Karel Hannesson 1952
URI: http://hdl.handle.net/10802/3149
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 2011
Efnisorð: Menntamál; Sveitarfélög
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Markmiðið með útgáfu þessarar skýrslu er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar fyrir sveitarstjórnarmenn, stjórnendur grunnskólans og aðra þá sem fylgjast vilja með þróun í skólamálum. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla.
Tölulegar upplýsingar ná til málaflokkanna á landsvísu en einnig er þeim skipt niður eftir landshlutum. Að auki eru upplýsingarnar að nokkru leyti flokkaðar eftir íbúafjölda sveitarfélaga.
Upplýsingar í skýrslunni eru fengnar frá Hagstofu Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2010 og að auki eru birtar sambærilegar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er.
Skýrslan gefur möguleika á árlegum samanburði á ýmsum lykiltölum í skólahaldi.
Birtar eru ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, kennara og annað starfsfólk og kostnað vegna málaflokkana. Til viðbótar þessu eru birtar töflur í viðaukum aftast í skýrslunni þar sem valdar lykiltölur eru birtar á hvert sveitarfélag.
Að auki er að finna fróðleik frá öðrum sviðum sambandsins. Fjallað er um helstu þætti í skólamálastarfi sambandsins frá árinu 2011. Fjallað er um skólamálanefnd, Skólaþing sambandsins, símenntun kennara og nýtt samstarf sambandsins við Skólapúlsinn ehf. vegna Skólavogar. Þá er samstarfsverkefni sambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytis í skólamálum gerð nokkur skil.
Að lokum er fjallað um setningu reglugerða samkvæmt lögum frá 2008. Hér er að finna yfirlit yfir nýjar reglugerðir, ásamt örstuttri umfjöllun um inntak þeirra. Þá er að finna í skýrslunni nýja reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, sem og lög um leik- og grunnskóla ásamt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem birt voru áður í Skólaskýrslu 2008.
Skýrslan er tekin saman af Valgerði Ágústsdóttur, sérfræðingi á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skolaskyrsla 2011.pdf 4.617Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta