#

Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga : Fjárhagsáætlanir fyrir árið 2011

Skoða fulla færslu

Titill: Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga : Fjárhagsáætlanir fyrir árið 2011Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga : Fjárhagsáætlanir fyrir árið 2011
URI: http://hdl.handle.net/10802/3144
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 2011
Efnisorð: Fjármál sveitarfélaga; Rekstrarhagræðing
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Við gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2011 gerðu flest sveitarfélög, sem svöruðu könnuninni, ráð fyrir töluverðri hagræðingu. Almennt var mikil samvinna á milli minni- og meirihluta og embættismanna við þessa vinnu. Íbúarnir voru almennt ekki hafðir með í ráðum við undirbúning fjárhagsáætlunar hjá meirihluta sveitarfélaganna þó svo að stór hluti þeirra hafi aukið samráð við gerð fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 2011. Þau sveitarfélög sem höfðu samráð við íbúa töldu að það hefði skilað betri niðurstöðum.
Launakostnaður er stór hluti af útgjöldum sveitarfélaga og því er ekki óeðlilegt að um helmingur sveitarfélaganna geri ráð fyrir breytingum á mannahaldi. Margir málaflokkar sem sveitarfélögin annast eru umfangsmiklir og oft er erfitt fyrir fámenn sveitarfélög að framkvæma slík verkefni. Því hafa mörg sveitarfélög horft til samvinnu sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög hafa rætt samvinnu við önnur sveitarfélög og 8% sveitarfélaganna hafa hafið samvinnu við önnur sveitarfélög. Þeir málaflokkar þar sem samvinna er talin skila mestum ávinningi eru málefni fatlaðra, félagsleg ráðgjöf og sérfræðiþjónusta.
Sveitarfélögin íhuga að taka upp breytt vinnubrögð á fleiri vegu en með aukinni samvinnu. Margar hagræðingaraðgerðir komu fram í málaflokkunum sem fjallað er um í þessari skýrslu. Helstu flokkarnir eru sem hér segir: félagsþjónusta, stjórnsýsla, fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál. Sveitarfélögin horfðu til sparnaðar í mörgum málaflokkum við vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 en flest þeirra horfðu til fræðslumálanna.
Spurt var um þær aðgerðir sveitarfélaganna sem skiluðu hlutfallslega mestri hagræðingu. Í ljós kom að þær aðgerðir sem skiluðu mestu voru fækkun starfsmanna, breytingar innan fræðslumála, launalagfæringar og minnkun fastrar yfirvinnu. Í könnuninni var einnig spurt um aðgerðir sveitarfélaganna sem heppnuðust vel og þau vildu ráðleggja öðrum sveitarfélögum að skoða. Fá svör komu við þessari spurningu en tekið var fram að fara verði í hagræðingaraðgerðir í samvinnu og sátt við samfélagið og að aðkoma íbúanna hafi skilað miklum stuðningi við þær aðgerðir sem farið var í. Sveitarfélögin mæla með mörgum aðgerðum innan fræðslumálanna svo sem sameiningu grunn- og leikskóla, fækkun kennslustunda og fleira. Einnig er tekið fram að sameining nefnda hafi heppnast vel sem og sorpflokkun og það að hætta að veita staðgreiðsluafslátt af fasteignagjöldum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Hagraedingaradgerdir-svfel-2011.pdf 1.035Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta