#

Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum

Skoða fulla færslu

Titill: Siðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögumSiðferði og samfélagsleg ábyrgð í sveitarfélögum
URI: http://hdl.handle.net/10802/3139
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 2011
Efnisorð: Sveitarstjórnarmál; Siðferði; Samfélagsábyrgð; Noregur; Siðareglur; Sveitarstjórnarlög; Sveitarstjórnir
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í Noregi um siðferði á sveitarstjórnarstigi og norska sveitarfélagasambandið, KS, hefur staðið fyrir margs konar stuðningsaðgerðum við norsk sveitarfélög til að aðstoða þau við að taka á siðferðislegum álitaefnum. Meðal annars hefur verið sett upp sérstök vefgátt þar sem er að finna margs konar upplýsingar og stuðningsefni fyrir sveitarfélög í þessum efnum. Á árinu 2006 gaf norska sambandið út hefti þar sem sveitarfélögum er leiðbeint um hvernig þau geta sett af stað vinnuferla innan sveitarfélaga til að auka vitund starfsmanna og kjörinna fulltrúa um siðferðisleg álitaefni og hvernig bregðast eigi við þeim. Lögð er áhersla á að sveitarfélög þurfi hvert fyrir sig að ná samstöðu meðal starfsmanna og kjörinna fulltrúa um ákveðin grunngildi og hvernig þau eigi að endurspeglast í athöfnum. Slíkur samráðsferill innan sveitarfélags er talinn nauðsynlegur undirbúningur fyrir setningu siðareglna. Þessi útgáfa styðst við þennan bækling og er það von sambandsins að hún geti nýst sveitarfélög, sem hafa áhuga á að gera átak í þessum efnum.
Hér á landi hefur verið umræða um nauðsyn þess að sveitarfélög setji sér siðareglur og hafa Reykjavíkurborg og Kópavogsbær þegar samþykkt slíkar reglur. Í 29. gr. frumvarps til nýrra sveitarstjórnarlaga, sem verður væntanlega lagt fram á vorþingi 2011, er nýmæli um siðareglur. Í því segir að sveitarfélögum sé heimilt að setja sér siðareglur sem sendar skuli ráðuneytinu til staðfestingar. Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar beri að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur. Samband íslenskra sveitarfélaga skipi nefnd sem veitt getur álit um siðareglur og um ætluð brot á þeim. Í lögum um Stjórnarráð Íslands og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eru nýleg ákvæði um siðareglur fyrir starfsmenn stjórnarráðsins og starfsmenn ríkisins. Forsætisráðherra á samkvæmt fyrri lögunum að skipa samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Sidferdi-og-samfelagsleg-abyrgd.pdf 4.283Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta