#

Þriggja ára áætlanir sveitarfélaga

Skoða fulla færslu

Titill: Þriggja ára áætlanir sveitarfélagaÞriggja ára áætlanir sveitarfélaga
URI: http://hdl.handle.net/10802/3126
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 2009
Efnisorð: Sveitarfélög; Bankahrunið 2008; Fjármál sveitarfélaga; Fjárhagsáætlanir
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Sveitarstjórn hvers sveitarfélags skal árlega semja og fjalla um áætlun til þriggja ára samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 með síðari breytingum. Hún skal ná yfir rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Áætlunin skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir þess. Hún skal vera unnin og afgreidd af sveitarstjórn innan tveggja mánaða frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar. Form þriggja ára áætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings og stjórnvaldsfyrirmæli sem sett eru um þriggja ára áætlanir.
Tilgangur þriggja ára áætlana er að sveitarstjórn horfir til framtíðar við vinnslu hennar og setur ramma um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins með ákveðin markmið í huga. Við slíka vinnu hljóta að koma upp ýmis sjónarmið varðandi ákvarðanatöku, umfang framkvæmda, áherslur og fjárhagslega getu sveitarfélagsins út frá ýmsum sjónarmiðum.
Með skipulögðum vinnubrögðum er hægt að sjá hvaða áhrif ákveðin þróun hefur á fjárhag sveitarfélagsins eða hver eru áhrif stórrar framkvæmdar. Þegar ráðist er í stóra framkvæmd þá hefur hún ekki einungis áhrif á efnahag sveitarfélagsins með aukinni skuldsetningu eða bindingu lausafjármuna heldur einnig á rekstur þess með auknu mannahaldi og margháttuðum rekstrarkostnaði. Það er ekki síður nauðsynlegt fyrir minni sveitarfélög heldur en þau stærri að vanda vinnu við gerð þriggja ára áætlunar. Í umfangsminni rekstri er svigrúmið oft takmarkaðra til að bregðast við sveiflum. Einnig má minna bera útaf hvað varðar áhrif einstakra ákvarðana en í umfangsmeiri rekstri.
Þriggja ára áætlun er í eðli sínu leiðbeinandi fyrir stjórn sveitarfélagsins en til samanburðar er hin árlega fjárhagsáætlun skuldbindandi hvað varðar ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn sveitarfélagsins á reikningsárinu.
Með lögum nr. 74/2003 voru sett inn ný ákvæði í sveitarstjórnarlög um form þriggja ára áætlunar. Með þeim kom skýrt fram sú afstaða löggjafans að auknar formkröfur við gerð þriggja ára áætlunar undirstrika ábyrgð sveitarstjórna við stjórn á fjármálum sveitarfélaganna.
Vegna þeirrar óvissu sem ríkir í upphafi árs 2009 um ýmsar mikilvægar forsendur við vinnslu þriggja ára áætlunar, og þrátt fyrir ákvæði 63. gr. Sveitarstjórnarlaga, þá mun ráðuneyti sveitarstjórnarmála ekki beita viðurlögum ef þær verða afgreiddar og þeim skilað fyrir 15. maí 2009.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
3j ara aaetlanir_A_Vef.pdf 949.1Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta