Athugasemdir:
|
Meðhöndlun úrgangs er eitt af lögbundnum verkefnum sveitar-félaga, allt frá söfnun úrgangs frá heimilum til förgunar hans með brennslu eða urðun. Regluverkið um meðhöndlun úrgangs er að grunni til frá Evrópusambandinu og í nýrri rammatilskipun um úrgang er gert ráð fyrir talsverðum breytingum á meðhöndlun úrgangsins á næstu árum, með áherslu á aukna endurvinnslu og aðgerðir til að draga úr myndun úrgangs og stöðugt minni úrgang til urðunar. Þessar breytingar munu kosta sveitarfélög verulegar upphæðir. Einkafyrirtæki hafa haslað sér völl í meðhöndlun úrgangs sem mörg sveitarfélög notfæra sér. Ríkið rekur Úrvinnslu-sjóð sem á að stuðla að því að auka endurvinnslu með álagningu úrvinnslugjalds á tilteknar vörur, svo sem pappaumbúðir og hjólbarða, sem endurgreiðist þegar þessar vörur verða að úrgangi og hafa farið í tiltekna endurvinnslu. Til að styrkja stöðu sveitarfélaga í þeim samskiptum sem munu eiga sér stað milli þeirra sjálfra, og milli atvinnulífsins og ríkisvaldsins var ákveðið um mitt sumar 2007 að stofna til tímabundins verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. Markmið verkefnisins eru m.a. að vinna að mótun sameiginlegrar stefnu sveitarfélaga í úrgangsmálum og auka áhrif sveitarfélaga við stefnumótun í málaflokknum. Nær öll sveitarfélög hafa ákveðið að taka þátt í verkefninu, verkefnisstjóri var ráðinn í nóvember 2007 og verk-efnisstjórn skipuð í desember þetta ár. Verkefnið mun standa í þrjú ár, frá 1. janúar 2008 til 31. desember árið 2010. |