Útdráttur:
|
Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3 . Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagns notkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu en 14.200 kWst með varmadælu. Gert er ráð fyrir að varmadæla skili 50% sparnaði á raforku til húshitunar. Árlegir útreikningar eru nú til frá árinu 2013 og eru uppfærðir eftir því sem ástæða þykir til. |