dc.description.abstract |
Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, ánokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu. Gert er ráð fyrir að „loft í vatn“ varmadæla skili 50% sparnaði á raforku til húshitunar en orkusparnaðurinn er þó háður ýmsum þáttum (sjá í kaflanum Fyrirvari og aðrar upplýsingar). Árlegir útreikningar eru nú til frá árinu 2013 og eru uppfærðir eftir því sem ástæða þykir til. Við útreikninga þessa er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekin saman annarsvegar og hitunarkostnaður hins vegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2020. |
is |