#

Skólastefna sveitarfélaga : Handbók

Skoða fulla færslu

Titill: Skólastefna sveitarfélaga : HandbókSkólastefna sveitarfélaga : Handbók
Höfundur: Björk Ólafsdóttir
URI: http://hdl.handle.net/10802/3094
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 07.2010
Efnisorð: Grunnskólar; Sveitarfélög; Handbækur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Bók
Athugasemdir: Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og grunnskóla nr. 91/2008 er sveitarfélögum lögð sú skylda á herðar að setja almenna stefnu um leik- og grunnskólahald í sveitarfélaginu og kynna fyrir íbúum þess. Tilgangur þessarar handbókar er að auðvelda sveitarfélögum að móta slíka stefnu og nýta hana sem virkt stjórntæki. Í handbókinni er fjallað um gerð skólastefnu og innleiðingu hennar. Kynntar eru leiðir sem geta komið sveitarfélögum að notum í stefnumótunarferlinu. Ennfremur er skýrt frá aðferðum við að koma stefnunni í framkvæmd og fylgjast með framgangi hennar.
Handbókin er fyrst og fremst hugsuð sem leiðbeiningarit eða safn hugmynda, enda er ekki til ein rétt leið við að móta stefnu. Stefnumótunarferlið felur þó í sér ákveðna grunnþætti sem eru settir fram í ákveðinni röð í þessu riti. Það þýðir þó ekki að stefnumótun sé línulegt ferli þar sem eitt tekur við af öðru, heldur er iðulega raunin sú að verið er að vinna samhliða í mörgum þáttum stefnumótunarinnar. Handbókinni er ætlað að vera uppflettirit sem hægt er að grípa til í stefnumótunarferlinu og því eru nokkur áhersluatriði tekin fram á fleiri en einum stað.
Handbókin er skrifuð með þann hóp í huga sem veitir skólamálum í sveitarfélagi forystu og stýrir stefnumótunarvinnunni. Stytt útgáfa af handbókinni hefur verið gefin út í öðru riti sem ber heitið: „Leiðbeiningar um mótun skólastefnu í sveitarfélögum“. Það rit dregur fram meginatriði handbókarinnar og er hugsað til leiðbeiningar fyrir þátttakendur í gerð skólastefnu.
Í framangreindum lögum um leik- og grunnskóla segir að sveitarfélög eigi að sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs. Skólastefna sveitarfélagsins myndar mikilvægan grundvöll fyrir ytra mati á skólastarfi. Í stefnunni koma fram þau meginmarkmið sem sveitarfélagið setur fyrir skólana og hlutverk ytra matsins er meðal annars að leggja mat á hvernig gengur að vinna að þeim og hvort þeim hafi verið náð. Tilgangur með að setja fram skýra stefnu og meta framgang hennar er að stuðla að umbótum í skólastarfi. Þannig er stefnumótun ekki verkefni sem á sér endapunkt heldur er hún síendurtekið ferli markmiðssetningar, mats og umbóta.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skolastefna sveitarfelaga - handbok_Lokaeintak.pdf 1.008Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta