#

Ársskýrsla 2008

Skoða fulla færslu

Titill: Ársskýrsla 2008Ársskýrsla 2008
URI: http://hdl.handle.net/10802/3081
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 06.2009
Efnisorð: Sveitarfélög; Sveitarstjórnarmál; Sveitarstjórnir
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Í ársskýrslunni er fjallað um helstu verkefni sem stjórn og starfsmenn sambandsins hafa fengist við á árinu 2008. Þessum verkefnum og viðfangsefnum má skipta í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi eru það föst verkefni sem skilgreind eru í samþykktum sambandsins og lögum um hlutverk þess. Ákveðin verkaskipting gildir í skipulagi sambandsins til að auðvelda stjórnendum og starfsmönnum að sinna þessu hlutverki og standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra – að gæta á fjölbreyttan og vandaðan hátt hagsmuna allra sveitarfélaga er leiðarljósið.
Í öðru lagi eru það stefnuákvörðuð viðfangsefni. Fyrsta landsþing eftir sveitarstjórnarkosningar setur fram ítarlega stefnumörkun og markmið fyrir komandi kjörtímabil. Í framhaldinu er gerð aðgerðaáætlun til að ná settum markmiðum á vegum stjórnar, framkvæmdastjóra og sviðsstjóra hjá sambandinu. Á árlegum landsþingum er síðan farið yfir stöðuna. Í sumum tilfellum hafa aðstæður breyst. Ekki er unnt að ná markmiðum, eldri stefnumið verða úrelt eða ný koma upp. Stefna sambandsins eins og hún er hverju sinni ræður því að stórum hluta þeim viðfangsefnum sem starfsmenn sambandsins sinna.
Í þriðja lagi koma upp óvænt atvik sem breyta áherslum og forgangsröðun verkefna. Skýrasta og stærsta dæmið um slíkt er efnahagshrunið í byrjun október. Það hefur haft mikil áhrif á starfsemi sambandsins sem vara enn. Sýnilegasta birtingarmynd þess fyrir sveitarstjórnarmenn er mikil aukning í upplýsingaflæði, bæði frá sambandinu til sveitarfélaga og einnig frá sveitarfélögum til sambandsins. Þessar upplýsingar hafa flestar verið beintengdar þessum efnahagsþrengingum. Heimasíða sambandsins hefur með þessu þróast enn frekar í að verða nokkurs konar upplýsingabrunnur fyrir sveitarstjórnarmenn.
Það er von mín að árskýrslan fyrir árið 2008 gefi skýra mynd af því hvernig stjórn og starfsmenn sambandsins sinntu hlutverki sínu og leituðust við að standa undir mikilvægum skyldum sínum gagnvart sveitarfélögunum.
Að venju hefur sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs haft umsjón með gerð árskýrslunnar og kann ég honum bestu þakkir fyrir vel unnið starf.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Arsskyrsla sambandsins 2008.pdf 766.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta