#

Ársskýrsla 2009

Skoða fulla færslu

Titill: Ársskýrsla 2009Ársskýrsla 2009
URI: http://hdl.handle.net/10802/3080
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 10.2010
Efnisorð: Sveitarfélög; Sveitarstjórnarmál; Sveitarstjórnir
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Samband íslenskra sveitarfélaga hefur starfað síðan árið 1945 eða í 65 ár. Frumkvöðull að stofnun sambandsins var Jónas Guðmundsson, eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna. Jónas var sannfærður um það að sveitarstjórnarmenn þyrftu að eignast vettvang, þar sem þeir gætu borið saman bækur sínar. Allan þennan tíma hefur sambandið verið sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna og unnið að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra og samstarfi og verið vettvangur fyrir sveitarstjórnarmenn til að skiptast á skoðunum og njóta uppfræðslu um rekstur og verkefni sveitarfélaganna.
Þegar á árinu 1941 hóf Jónas Guðmundsson útgáfu á tímariti fyrir eigin reikning og nefndi það Sveitarstjórnarmál. Enn þann dag í dag koma Sveitarstjórnarmál út og er tímaritið þýðingarmikill þekkingarbrunnur fyrir stjórnendur sveitarfélaga í landinu. Í þjónustukönnun, sem gerð var meðal sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga í tíð núverandi formanns, kom ýmislegt áhugavert og jákvætt fram, m.a. að tímaritið væri mikilvægt fyrir sveitarstjórnarmenn og stjórnendur sveitarfélaga, því þar væri fjallað um málefni sem ekki væri almennt fjallað um í öðrum fjölmiðlum.
Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um það, að Sambands íslenskra sveitarfélaga sé sameiginlegur málsvari sveitarfélaga í landinu. Sambandið hefur því lögformlega stöðu fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu gagnvart ríkisvaldinu og semur við það um ýmis mál fyrir hönd sveitarstjórnarstigsins og aðra innlenda aðila eftir því sem við á.
Til að inna þetta hlutverk sem best af hendi vinnur stjórn sambandsins, formaður og starfsmenn mjög ítarlega eftir stefnumótun landsþinga sem fram fara árlega. Mest stefnumarkandi er þó landsþingið sem haldið er að hausti kosningaárs á fjögurra ára fresti. Það verður aldrei nógu vel brýnt fyrir sveitarstjórnarmönnum að nýta þessi landsþing vel og undirbúa fulltrúa sína vel fyrir þau. Á þessum vettvangi eru teknar mikilvægar ákvarðanir á borð við flutning málefna fatlaðra og aldraðra, framtíðar-skipulag sveitarstjórnarstigsins o.fl. sem stjórninni ber síðan að framfylgja, ekki síst gagnvart ríkisvaldinu sem er í stórum sem smáum málum samningsaðili sambandsins.
Stuðningur sveitarstjórnarmanna skiptir Samband íslenskra sveitarfélaga öllu máli og er rétt að þakka fyrir þau góðu viðbrögð sem sambandið fær frá sveitarstjórnarmönnum um allt land. Jákvæð afstaða sveitarstjórnarmanna til sambandsins hvetur stjórn og starfsmenn til að gæta hagsmuna sveitarfélaganna af alúð og í samræmi við skýra stefnumótun.
Í þessari árskýrslu fyrir árið 2009 er stiklað á stóru um þau verkefni sem sambandið annast sem samnefnari fyrir sveitarstjórnarstigið í landinu og sem þjónustuaðili fyrir sveitarfélögin og sveitarstjórnarmenn. Vonandi gefur skýrslan innsýn í þá fjölþættu og mikilvægu starfsemi sem stjórn og starfsmenn sambandsins sinna á hverju ári.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Arsskyrsla 2009.pdf 2.163Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta