#

Ársskýrsla 2011

Skoða fulla færslu

Titill: Ársskýrsla 2011Ársskýrsla 2011
URI: http://hdl.handle.net/10802/3077
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 05.2012
Efnisorð: Sveitarfélög; Sveitarstjórnir; Sveitarstjórnarmál
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Lesandi góður.
Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2011 er upplýsandi rit fyrir sveitarstjórnarfólk og aðra sem áhuga hafa á yfirliti um helstu verkefni liðins árs.
Af mörgu er að taka, enda verkefni fjölbreytt og þungi þeirra vex frekar en hitt. Eftirspurn eftir þjónustu sambandsins er mikil og meiri en okkur er kleift að verða við. Það er hins vegar óraunhæft að ætla að slíkt sé mögulegt. Um leið og okkur þykir oft leitt að geta ekki sinnt öllu sem sveitarfélög óska eftir erum við stolt og ánægð með að traust sveitarstjórnarfólks sé það mikið á starfsemi sambandsins að þrýstingur sé á að fleiri verkefnum sé sinnt. Undirstrikar þetta hversu miklum mannauð Samband íslenska sveitarfélaga býr yfir og hversu mikils trausts okkar góða starfsfólk nýtur í baklandi sambandsins.
Af fjölmörgum verkefnum ársins 2011 verður að segjast að vöktun vegna lagabreytinga, nýrra laga og reglugerða er mikil og stöðug. Sambandið á oft beina aðild að samningu laga og reglugerða og getur með þeim hætti haft áhrif á vinnslustigi. Ný sveitarstjórnarlög sem tóku gildi í ársbyrjun 2012 eru gott dæmi um samstarfsverkefni í lagasetningu þar sem tíminn var nægilega mikill til að hægt væri að vega og meta hlutina, leggja fyrir landsþing og fá álit sveitarstjórnarfólks um land allt. Þessi vinna ásamt vinnu vegna yfirtöku á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011 var umfangsmikil hjá sambandinu árið 2011 og er þá engan veginn gert lítið úr öllum öðrum verkefnum sambandsins.
Það er gott að heyra í sveitarstjórnarfólki reglulega vegna þeirra mála sem á þeim brenna og er ég þakklátur fyrir góðar ábendingar og uppbyggilega gagnrýni. Það er okkur mikilvægt sem höfum verið valin til að stýra Sambandi íslenskra sveitarfélaga að fá fram afstöðu sveitarstjórnarfólks til mála sem eru í vinnslu. Þannig verða verkin vandaðri.
Ég vil færa starfsfólki sambandsins sem vann ársskýrslu sambandsins 2011 þakkir fyrir vel unnið starf á þessu sviði sem öðrum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Ársskyrsla sambandsins 2012 Vefur.pdf 2.707Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta