Titill:
|
„Að kveikja neistann skiptir sköpum“ : viðhorf foreldra til starfshátta í grunnskóla sem leitast við að stuðla að nemendasjálfræði„Að kveikja neistann skiptir sköpum“ : viðhorf foreldra til starfshátta í grunnskóla sem leitast við að stuðla að nemendasjálfræði |
Höfundur:
|
Soffía H. Weisshappel 1972
;
Ingibjörg Kaldalóns 1968
;
Ingvar Sigurgeirsson 1950
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/30643
|
Útgáfa:
|
2021 |
Efnisorð:
|
Ritrýndar greinar; Viðhorf; Foreldrar; Sjálfræði; Nemendur; Námsaðferðir
|
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tengd vefsíðuslóð:
|
https://doi.org/10.24270/netla.2021.18
|
Tegund:
|
Tímaritsgrein |
Gegnir ID:
|
991000536069706886
|
Birtist í:
|
Netla 2021
|
Athugasemdir:
|
Rafræn útgáfa eingöngu |
Útdráttur:
|
Viðfangsefni greinarinnar er að varpa ljósi á viðhorf foreldra til starfshátta í grunnskóla sem hefur áhugadrifið nám að yfirlýstu markmiði þar sem leitast er við að stuðla að sjálfsábyrgð og sjálfræði nemenda. Fyrri rannsóknir sýna fram á aukinn áhuga og sjálfstjórn nemenda ef þörf þeirra fyrir sjálfræði er mætt. Jafnframt sýna rannsóknir að hlutdeild foreldra í námi barna skiptir máli varðandi námsgengi þeirra og velfarnað. Þegar kemur að stefnumótun menntamála og skólaþróun á Íslandi er mikilvægt að skoða starfshætti grunnskóla með gleraugum flestra sem að þeim koma. Því er áhugavert að kanna viðhorf foreldra til námsskipulags og starfshátta skóla sem hefur áðurnefnd markmið að leiðarljósi. Um er að ræða tilviksrannsókn sem gerð var meðal foreldra barna í 8.–10. bekk í grunnskólanum NÚ vorið 2019. Fyrirbærafræðilegri nálgun var beitt þar sem tekin voru sjö einstaklingsviðtöl. Til undirbúnings þeim var farið í þrjár óformlegar vettvangsheimsóknir. Niðurstöður sýndu að foreldrar voru almennt ánægðir með starfshætti skólans, einkum áherslu á mannrækt sem hefur skilað sér í persónulegum vexti nemenda, sem og þrautseigju, ábyrgð og almennri gleði. Foreldrar töluðu sérstaklega um að nemendur væru minntir á að eigið hugarfar og eljusemi skipti sköpum varðandi árangur, og um leið upplifðu þeir að raddir nemenda skiptu máli. Traust og virðing í öllum samskiptum var áberandi í viðtölunum og nefndu foreldrar ánægju nemenda sem fylgdi valfrelsi og sveigjanleika í náminu. Áhugi kviknaði hjá sumum á meðan aðrir fundu aukinn tilgang. Minni kennarastýring en nemendur áttu að venjast í fyrri skólum samfara auknu sjálfræði og sjálfsábyrgð í vinnubrögðum reyndist nemendum þó áskorun í upphafi... |