#

Skýrsla starfshóps ríkissaksóknara um meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldi

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla starfshóps ríkissaksóknara um meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldiSkýrsla starfshóps ríkissaksóknara um meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldi
URI: http://hdl.handle.net/10802/3053
Útgefandi: Ríkissaksóknari
Útgáfa: 03.2002
Efnisorð: Ákæruvald; Nauðganir; Lögreglurannsóknir; Kynferðisafbrot
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Hinn 14. mars 2001 skipaði ríkissaksóknari starfshóp til að kanna meðferð nauðgunarmála, rannsókn og saksókn. Um tildrög er til þess vísað í skipunarbréfi að umræða í þjóðfélaginu um að mikill hluti nauðgunarmála falli niður í meðferð lögreglu og ákæruvalds sé stöðug og studd tölulegum upplýsingum frá lögreglu og ákæruvaldi. Í skipunarbréfi eru viðfangsefni starfshópsins tilgreind svo:
1. Að lýsa þróun sem orðið hefur varðandi nauðgunarbrot og nauðgunarmál frá árinu 1997, með hliðsjón af fjölda kærðra nauðgunarbrota og afgreiddra mála hjá lögreglu og ákæruvaldi.
2. Að kanna afdrif skráðra nauðgunarmála og ganga úr skugga um hvort samhengi kunni að vera á milli fjölda niðurfelldra mála og rannsóknar- og saksóknargæða. Til að svara þeirri spurningu skal starfshópurinn gera upp við sig hvaða kröfur skuli gera til rannsóknar- og saksóknargæða og hvernig góð rannsókn sé framkvæmd.
3. Leiði könnunin í ljós að betur megi standa að meðferð mála á rannsóknar- og saksóknarstigi ber starfshópnum að gera tillögur um viðeigandi aðgerðir til úrbóta, breyttar verklags- og stjórnunarreglur o.s.frv. Tekið er fram í skipunarbréfi að dómsmeðferð mála skuli ekki vera viðfangsefni starfshópsins.
Í starfshópinn voru skipuð Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Gísli Pálsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum, Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum í Reykjavík og Ragnheiður Harðardóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, sem jafnframt var skipuð oddviti hópsins. Starfshópurinn tók nokkuð mið af skýrslu ríkissaksóknara Noregs frá í apríl 2000 (Rigsadvokatens utredningsgrupper - rapport nr. 2/2000: En undersøkelse av politiets og påtalemyndighetens behandling av voldtektssaker).


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_kynferdisbrot_2002.pdf 238.0Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta