|
Útdráttur:
|
Í Leigjandanum birtist lesendum magnaður söguheimur, sveipaður dulúð og spennu. Þar takast á draumur og veruleiki og ótal spurningar vakna. Bókin kom fyrst út árið 1969 og nú, þrjátíu og fimm árum síðar, leynast ef til vill nýjar gátur á bak við tjöldin. Svava Jakobsdóttir fór ótroðnar slóðir með frumlegum frásagnarhætti og nýstárlegum efnistökum. Hún var meistari orðsins, gædd óviðjafnanlegu innsæi og listfengi. Leigjandinn á ávallt erindi til þeirra sem unna góðum bókmenntum. (Heimild: Bókatíðindi) |