Útdráttur:
|
Með ÞÞ – í forheimskunarlandi lýkur verki Péturs Gunnarssonar um Þórberg Þórðarson en fyrra bindið, ÞÞ – í fátæktarlandi, kom út árið 2007 og var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hér er þess freistað að endurskapa andrúmsloft tímanna frá því í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari og til endadægurs Þórbergs, þjóðhátíðarárið 1974. Hvað var að gerast í bókmenntum? Hvað var að gerast í stjórnmálum? Hvað var að gerast í einkalífi Þórbergs? Fjöldi manna og kvenna stígur á svið, persónur og leikendur í „hinum leynda harmleik tímans“. (Heimild: Bókatíðindi) |