#

Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

Skoða fulla færslu

Titill: Málsvörn Jóns Ásgeirs JóhannessonarMálsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Höfundur: Einar Kárason 1955
URI: http://hdl.handle.net/10802/29855
Útgefandi: Mál og menning
Útgáfa: 2020
Efnisorð: Ævisögur; Viðskipti; Bankahrunið 2008; Rafbækur; Bónus (matvöruverslun); Baugur Group (fyrirtæki); Jón Ásgeir Jóhannesson 1968
ISBN: 9789979343233
Tungumál: Íslenska
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991012341669706886
Athugasemdir: Prentuð útgáfa telur 411 bls.1. útgáfa rafbók merkt 2. útgáfaNafnaskrá: bls. 403-411Myndefni: myndir.
Útdráttur: Jón Ásgeir Jóhannesson vakti ungur athygli er hann stofnaði ásamt föður sínum lágvöruverðsverslunina Bónus. Neytendur tóku fyrirtækinu strax tveim höndum enda varð þeim feðgum verulega ágengt við að lækka verðlag á daglegri neysluvöru og bæta þannig lífskjör landsmanna. Jón Ásgeir varð brátt atkvæðamikill í íslensku viðskiptalífi og tók jafnframt að hasla sér völl erlendis, ekki síst í Bretlandi, þar sem fáum duldist að kominn var fram á sviðið maður sem hafði einstaklega glöggt auga fyrir álitlegum fjárfestingakostum í smásölu þar í landi. Hin mikla velgengni hér heima setti valdahlutföll óumflýjanlega í uppnám og fyrr en varði sneru gömlu valdaklíkurnar vörn í sókn með sjálfan forsætisráðherra í broddi fylkingar. Í tæpa tvo áratugi mátti Jón Ásgeir sæta stöðugum ákærum ríkisvaldsins en hlaut þó aldrei dóm sem orð var á gerandi. Með fram dómsmálum hefur hann stöðugt verið í skotlínu, jafnt í almennri umræðu og á götum úti. Hápunkti náðu þessar ofsóknir í hruninu þegar margir vildu gera Jón Ásgeir ábyrgan fyrir öllu því sem orðið hafði landi og þjóð til ógæfu. Einar Kárason fer í saumana á þessari makalausu sögu og byggir frásögnina á samtölum við fjölmarga af nánustu samstarfsmönnum Jóns Ásgeirs, innlenda og erlenda, auk þess að draga saman það sem sagt og ritað hefur verið um manninn af velunnurum og fjandvinum. Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er tímabært uppgjör í sögu viðskiptamógúls sem hafði um 55 þúsund manns á launaskrá þegar mest var.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
forlagid-Málsvörn-48393712-9075-af7f-a1fa-84ac61847667.epub 11.13Mb EPUB Aðgangur lokaður ePub

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta