dc.description.abstract |
Í skýrslunni Vinnueftirlit ríkisins, stjórnsýsluúttekt (2007) beindi Ríkisendurskoðun átta ábendingum til Vinnueftirlits ríkisins og fjórum til félagsmálaráðuneytis. Nú þremur árum síðar hefur Vinnueftirlitið brugðist með fullnægjandi hætti við ábendingunum sem beint var til þess og lýsir Ríkisendurskoðun ánægju sinni með það. Stofnunin óskaði ítrekað eftir viðbrögðum félags‐ og tryggingamálaráðuneytis við ábendingunum sem beint var til þess en án árangurs. Hún sannreyndi því sjálf til hvaða aðgerða hefði verið gripið og ítrekar hér með allar fjórar ábendingar sínar. |
is |