Útdráttur:
|
Gulllykillinn er eitt af þekktari ævintýrum George Macdonald (1824 – 1905). Hér segir frá Flækju og Mosa sem halda inn í Hulduland, finna hvort annað og gulllykil, og komast að því að hver sá sem finnur gulllykillinn verður líka að finna að hverju hann gengur. George Macdonald telst til feðra fantasíu sagna og er vitnað til hans sem áhrifavalds af ekki minni höfundum en W.H. Auden, C. S. Lewis og J. R. R. Tolkien. Lewis Carroll, höfundur Lísu í Undralandi, titlaði reyndar Macdonald sem „meistara“ sinn og vísar í þegar hann rakst einn daginn á eintak af Phantastes eftir Macdonald, „Ég byrjaði að lesa. Nokkrum klukkutímum síðar,“ sagði Carroll, „var ég meðvitaður um að hafa farið yfir mikil landamæri.“ |