Titill: | Skýrsla umboðsmanns barna : 1. janúar 2006 – 30. júní 2007Skýrsla umboðsmanns barna : 1. janúar 2006 – 30. júní 2007 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2976 |
Útgefandi: | Umboðsmaður barna |
Útgáfa: | 2007 |
Efnisorð: | Börn; Barnavernd; Barnaréttur |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Ársskýrsla |
Athugasemdir: | Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hef ég látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.
Skýrsla umboðsmanns barna fyrir árið 2005 var með öðru sniði en verið hafði 1995- 2004. Eins og getið er um í inngangi hennar var það gert með vísan til sjónarmiða er lúta að kostnaði en þó ekki síður til þess að með tilkomu öflugri heimasíðu embættisins væri unnt að koma ítarlegum upplýsingum á framfæri með skilvirkari og aðgengilegri hætti en áður var gert í ársskýrslum embættisins. Skýrsla þessi tekur til tímabilsins 1. janúar 2006 til 30. júní 2007. Undirrituð var skipuð umboðsmaður barna til fimm ára frá 1. janúar 2005. Í mars 2007 baðst undirrituð lausnar og var veitt lausn frá 1. júlí 2007. Af þeirri ástæðu þótti mér eðlilegt að gera yður grein fyrir starfsemi embættisins samfellt fyrir árið 2006 og þann hluta árs 2007 er ég gegndi því. Skýrslan er að öðru leyti með sama sniði og fyrir árið 2005, hvað varðar uppsetningu og efnistök. Hún skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er um embættið, hlutverk þess og rekstur. Í síðari hlutanum er fjallað um starfsemi þess í stórum dráttum og um nokkur verkefni sem unnið var að. Nú þegar ég hef látið af embætti umboðsmanns barna vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að málefnum barna fyrir gott og ánægjulegt samstarf og óska starfsmönnum embættisins og nýjum umboðsmanni barna, Margréti Maríu Sigurðardóttur, velfarnaðar í starfi. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
sub_2006-2007.pdf | 1.199Mb |
Skoða/ |