#

Skýrsla umboðsmanns barna 2012

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla umboðsmanns barna 2012Skýrsla umboðsmanns barna 2012
URI: http://hdl.handle.net/10802/2969
Útgefandi: Umboðsmaður barna
Útgáfa: 2013
Efnisorð: Börn; Barnavernd; Barnaréttur; Ársskýrslur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hefur umboðsmaður látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.
Starfsárið 2012 var virkilega viðburðaríkt hjá umboðsmanni barna og starfsfólki hans. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins og ýmis önnur dagleg verkefni lagði umboðsmaður áherslu á að kynna sér og fræða aðra um innleiðingu Barnasáttmálans. Þar ber að nefna málstofu um innleiðingu Barnasáttmálans á Norðurlöndunum þar sem umboðsmenn barna í Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi, sem og starfsmenn Barnaráðsins í Danmörku og talsmaður barna á Grænlandi, héldu erindi og sögðu frá því hvernig þeim hefur tekist að innleiða sáttmálann í sínu landi. Málstofan var haldin í tengslum við norrænan umboðsmannafund sem var haldinn hér á landi. Einnig stóð umboðsmaður barna fyrir námskeiði um innleiðingu Barnasáttmálans, sem
heppnaðist vel. Nánar er hægt að lesa um viðburðina í eftirfarandi skýrslu. Auk þess lauk vinnu við námsvefinn, www.barnasattmali.is, á árinu en um var að ræða samstarfsverkefni með UNICEF
á Íslandi og Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Á vefnum má finna fræðslu um Barnasáttmálann auk verkefna fyrir börn og unglinga. Að lokum má nefna að umfangsmiklar breytingar voru samþykktar á barnalögum nr. 76/2003 sem umboðsmaður barna vinnur mikið með í sínu starfi og munu breytingarnar, sem fyrirhugað er að taki gildi árið 2013, hafa mikil áhrif á réttarstöðu barna.
Í lok ársins flutti umboðsmaður barna úr húsnæði sínu við Laugaveg 13, þar sem umboðsmaður hefur verið staðsettur síðan árið 1997, í nýtt húsnæði í Kringlunni 1. Helsta ástæða flutninganna er sú að umboðsmaður barna taldi mikilvægt að aðgengi fyrir fatlaða væri gott þannig að allir hafi jafnan aðgang að skrifstofu umboðsmanns barna. Hlakkar umboðsmaður barna til að
taka á móti öllum í nýju húsnæði.
Umboðsmaður barna vill að lokum þakka nemendum í Reykjahlíðarskóla fyrir skemmtilegt samstarf á árinu en einn af hápunktum ársins var þegar umboðsmaður heimsótti skólann og kynnti fyrir þeim Barnasáttmálann í tengslum við ofangreindan námsvef. Kynningin var tekin upp og birtist seinna í frétta- og þjóðlífsþættinum Landanum. Auk þess þakkar umboðsmaður fyrir þá vinnu sem nemendur lögðu í að búa til teiknaðar myndir sem birtast í eftirfarandi skýrslu.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
sub_2012.pdf 3.379Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta