#

Skýrsla umboðsmanns barna 2011

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla umboðsmanns barna 2011Skýrsla umboðsmanns barna 2011
URI: http://hdl.handle.net/10802/2968
Útgefandi: Umboðsmaður barna
Útgáfa: 2012
Efnisorð: Börn; Barnavernd; Barnaréttur; Ársskýrslur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hefur umboðsmaður látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.
Starfsárið 2011 var erilsamt og viðburðarríkt. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins fór töluverður tími í að efla og styðja við þátttöku barna í samfélaginu og þar bar hæst samstarfsverkefni umboðsmanns barna, UNICEF á Íslandi og Reykjavíkurborgar um „Stjórnlög unga fólksins“. Þá kannaði embættið hvernig leik- og grunnskólar standa að starfi með börnum í anda lýðræðis og þátttöku. Einnig hafði pólitísk og efnahagsleg umræða í samfélaginu bein og óbein áhrif á störf umboðsmanns enda var skorið niður í þjónustu við börn á ýmsum sviðum og skólar og deildir sameinaðar í andstöðu við vilja foreldra. Þegar þessar erfiðu ákvarðanir voru teknar virtist lítið hlustað á raddir barna og bein áhrif þessara ákvarðana á daglegt líf barna virtust stundum lítt könnuð. Einnig má nefna að nokkur ný mál varðandi heilsuvernd barna voru tekin fyrir hjá embættinu á árinu. Þessu eru gerð ítarlegri skil í skýrslunni, auk þess sem hægt að skoða heimasíðu umboðsmanns barna www.barn.is en þar eru ýmsar upplýsingar sem fróðlegt getur verið að lesa.
Eitt af stærri verkefnum umboðsmanns barna ársins 2010 var ritun skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Árið 2011 var skýrsla íslenska ríkisins tekin fyrir hjá nefnd Sameinuðu
þjóðanna um réttindi barnsins en í fyrirtökunni byggði Barnaréttarnefndin töluvert á skýrslu umboðsmanns barna. Í kjölfarið fékk íslenska ríkið ábendingar um hvað mætti betur fara hér á landi. Embættið mun vinna með niðurstöður nefndarinnar næstu árin með beinum og óbeinum hætti.
Ársskýrslan er með hefðbundnu sniði. Fyrsti hlutinn er um starfsemi embættisins. Síðan er fjallað um ólík málefni sem embættið vann að á árinu 2011.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
sub_2011.pdf 1.479Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta