#

Skýrsla umboðsmanns barna 2010

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla umboðsmanns barna 2010Skýrsla umboðsmanns barna 2010
URI: http://hdl.handle.net/10802/2967
Útgefandi: Umboðsmaður barna
Útgáfa: 2011
Efnisorð: Börn; Barnavernd; Barnaréttur; Ársskýrslur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hefur umboðsmaður látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.
Starfsárið 2010 litaðist mikið af því pólitíska og efnahagslega umhverfi sem ríkti í samfélaginu en ljóst er að það hafði mikil áhrif á börn. Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af
þeim niðurskurði sem börn hafa orðið fyrir og hefur hann einkum áhyggjur af þeim börnum sem voru illa stödd félagslega fyrir efnahagshrunið, en margt bendir til þess að aðstæður þeirra hafi versnað til muna eftir að það skall á.
Eitt af stærri verkefnum umboðsmanns barna árið 2010 var ritun skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og var hún tilbúin undir lok ársins. Mikil heimildar- og undirbúningsvinna
átti sér stað í tengslum við skýrsluna og má segja að velflest mál sem unnið var að á árinu tengist skýrslunni með einhverjum hætti. Mikil vinna fór í m.a. heilbrigðismál, málefni barna
sem komast í kast við lögin, niðurskurð á hinum ýmsum sviðum samfélagsins og fleira.
Umboðsmaður barna hefur að undanförnu lagt síaukna áherslu á að eiga samskipti við börn á öllum aldri og stuðla að því að sjónarmið þeirra heyrist í samfélaginu. Á árinu 2010 var ákveðið að fara í sérstakt kynningarátak og kynna embættið sem og réttindi barna fyrir börnum og fullorðnum.
Umboðsmaður barna hitti því fjölmörg börn og ungmenni á árinu og hafa sjónarmið og viðhorf þeirra haft umtalsverð áhrif á starfsemi embættisins. Umboðsmaður hyggst einbeita sér enn frekar að því verkefni á núverandi starfsári, enda er mikilvægt að börn viti að þau geti
leitað til embættisins og að það starfi í þágu þeirra.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
sub_2010.pdf 3.780Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta