Titill: | Skýrsla umboðsmanns barna til forsætisráðherra um störf á árinu 2009Skýrsla umboðsmanns barna til forsætisráðherra um störf á árinu 2009 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2966 |
Útgefandi: | Umboðsmaður barna |
Útgáfa: | 2010 |
Efnisorð: | Börn; Barnavernd; Barnaréttur; Ársskýrslur; Bankahrunið 2008 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Ársskýrsla |
Athugasemdir: | Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hef ég látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.
Starfsárið 2009 litaðist af því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð 20 ára þann 20. nóvember 2009. Af því tilefni var ákveðið að breyta uppbyggingu ársskýrslunnar í samræmi við réttindaflokka Barnasáttmálans, sem eru vernd, umönnun og þátttaka. Á starfsárinu var lögð mikil áhersla á þriðja réttindaflokkinn — þátttöku barna. Sem dæmi um það má nefna að ráðgjafarhópur umboðsmanns barna var stofnaður og gefin var út bók með efni frá börnum um það hvernig er að vera barn á Íslandi. Á árinu stóð embættið fyrir mikilli kynningu á embættinu fyrir börn og fullorðna, auk þess sem vefsíðan barnasattmali.is var opnuð. Umboðsmaður barna hefur fundið fyrir því að kynningarátakið hefur skilað sér með fjölgun erinda og er sérstaklega áberandi að fleiri og fleiri aðilar leita til embættisins til að fá upplýsingar og ráðgjöf. Umboðsmaður barna hefur orðið var við að efnahagsástandið sem ríkir í samfélaginu hefur mikil áhrif á börn. Þannig hafa bæði ýmis erindi sem embættinu berast varðað ástandið og mál sem umboðsmaður hefur kannað að eigin frumkvæði borið þess glögg merki. Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af áhrifum niðurskurðar á börn og þá sérstaklega þau sem voru illa stödd félagslega fyrir efnahagshrunið, en margt bendir til þess að aðstæður þeirra hafi versnað. Viðauki með skýrslunni eru leiðbeiningareglur sem talsmaður neytenda og umboðsmaður barna gáfu út í mars 2009. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
sub_2009.pdf | 1.806Mb |
Skoða/ |