#

„Mér finnst námskeiðið klárlega hafa stutt mig [í kennslunni]“ : tengsl fræða og starfs á vettvangi

Skoða fulla færslu

Titill: „Mér finnst námskeiðið klárlega hafa stutt mig [í kennslunni]“ : tengsl fræða og starfs á vettvangi„Mér finnst námskeiðið klárlega hafa stutt mig [í kennslunni]“ : tengsl fræða og starfs á vettvangi
Höfundur: Lilja M. Jónsdóttir 1950 ; Guðbjörg Pálsdóttir 1956 ; Edda Kristín Hauksdóttir 1964
URI: http://hdl.handle.net/10802/29652
Útgáfa: 2021
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Kennaramenntun; Fyrsta kennsluárið; Vinnustaðanám; Leiðsagnarkennarar
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: https://netla.hi.is/greinar/2021/rynd/06.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991012322509706886
Birtist í: Netla 2021
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingönguÚtdráttur á ensku
Útdráttur: Skólaárið 2019-2020 var í fyrsta sinn í boði að taka heilsársvettvangsnám sem launað starfsnám í grunnskólakennaranámi við Menntavísindasvið HÍ. Starf á vettvangi er hluti af heilsársnámskeiði, Nám og kennsla – Fagmennska í starfi I og II. Þetta námskeið er arftaki tveggja námskeiða á meistarastigi; Nám og kennsla – Fagmennska í starfi og Faggreinakennsla. Í greininni er skoðað hvaða breytingar hafa orðið á þessum námskeiðum og hvernig þau hafa stutt kennaranemana í kennslunni, því mikilvægt er fyrir kennaramenntakennara að greina áhrif slíkra breytinga. Megináhersla námskeiðanna er að tengja saman fræði og starf á vettvangi. Þar er fjallað fræðilega um fjölmarga þætti kennarastarfsins og skoða kennaranemar þessa sömu þætti á vettvangi, prófa í kennslu og ræða við æfingakennara sína, ásamt að skrifa um þá í rannsóknardagbók. Sagt er frá aðdraganda, markmiðum, skipulagi og helstu grunnhugmyndum sem byggt var á við þróun námskeiðsins frá 2013 og greint frá niðurstöðum rannsóknar á reynslu kennaranema af heilsársnámskeiðinu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig inntak námskeiðsins og skipulag nýtist og styður nemana í kennarastarfinu og hvort þeir teldu sig almennt vel undirbúna fyrir það. Tekin voru viðtöl við átta kennaranema í janúar og febrúar 2020 og stuðst við ýmis skrifleg gögn kennara námskeiðsins. Niðurstöður viðtalanna benda til almennrar ánægju með námskeiðið. Nemarnir telja að viðfangsefni þess styðji þá í starfi og að umræðutímar í smærri hópum um námsþætti og eigin kennslu séu sérlega gagnlegir. Þá segja þeir að regluleg, markviss ígrundun um kennsluna efli þá í starfsþróun og mótun eigin starfskenningar. Fram kemur að skipulag og námsþættir námskeiðsins styðji við uppbyggingu lærdómssamfélags, bbæði í kennaramenntuninni sjálfri og úti á vettvangi. ...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
06.pdf 382.2Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta