#

Skýrsla umboðsmanns barna til forsætisráðherra um störf á seinni helmingi ársins 2007 og á árinu 2008

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla umboðsmanns barna til forsætisráðherra um störf á seinni helmingi ársins 2007 og á árinu 2008Skýrsla umboðsmanns barna til forsætisráðherra um störf á seinni helmingi ársins 2007 og á árinu 2008
URI: http://hdl.handle.net/10802/2965
Útgefandi: Umboðsmaður barna
Útgáfa: 2009
Efnisorð: Börn; Barnavernd; Barnaréttur; Ársskýrslur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hef ég látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.
Þann 30. júní 2007 lét Ingibjörg Rafnar af störfum sem umboðsmaður barna, en hún var skipuð í það embætti 1. janúar 2005. Ingibjörg óskaði eftir lausn frá störfum. Ég vil þakka forverum mínum fyrir gott og farsælt starf í þágu barna á Íslandi og mun byggja mína vinnu á því starfi sem þær hafa þegar unnið.
Undirrituð var skipuð umboðsmaður barna í fimm ár frá 1. júlí 2007. Starfsemi embættisins er í höfuðdráttum óbreytt en þó hlýtur starfsemi þess að mótast að nokkru af því hvaða einstaklingur
gegnir starfinu á hverjum tíma. Skýrsla þessi nær yfir tímabilið 1. júlí 2007 til 31. desember 2008. Fyrri hluti þessa tíma fór mikið í að kynna sér hin ólíku mál sem koma inn á borð embættisins, kynnast fólki sem starfar að málefnum barna og halda áfram því starfi sem þegar er til staðar innan embættisins. Seinni hluta 2008 fór ég af stað með skólaverkefni sem öllum skólum á landinu var boðið að taka þátt í. Einnig buðum við öllum leikskólum á
landinu að vera með. Þá fórum við af stað með ráðgjafahóp barna en náðum ekki að hitta hann fyrr en í byrjun árs 2009. Afraksturs þessa verkefnis svo og ráðgjafahópsins mun hafa mikil og bein áhrif á þær áherslur sem embættið mun vinna að á næstunni.
Við höfum einbeitt okkur að því að kynna embætti umboðsmanns barna fyrir börnum og fullorðnum. Við vonumst til að sú kynning leiði til þess að erindi og starfsemi embættisins muni eflast enn frekar á komandi misserum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
sub_2007-8.pdf 1.686Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta