dc.description |
Skýrslu þá, sem hér fylgir, hef ég látið taka saman um störf mín á árinu 2004, sbr. 8. gr. laga um umboðsmann barna, nr. 83/1994, en þar segir að umboðsmaður barna skuli árlega gefa forsætisráðherra skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári.
Skýrslan er með nokkuð öðru sniði en skýrslur mínar undanfarin ár, þar sem ég hef nú valið að stikla á stóru um störf mín á umliðnum tíu árum, auk þess sem árinu 2004 eru gerð sérstök skil. Þau tímamót, að tíu ár eru senn liðin frá því að embættið tók til starfa og að ég, sem fyrsti umboðsmaður barna, er í þann veginn að láta af störfum, gefa tilefni til að litið sé yfir farinn veg og lýst í stuttu máli nokkrum þeim málum, er unnið hefur verið að. Tekið skal fram að þessi skýrsla er á engan hátt tæmandi, heldur vísa ég til fyrri ársskýrslna minna að því er varðar þau mál sem til umfjöllunar voru á árunum 1995-2003. |
is |