#

Skýrsla umboðsmanns barna fyrir árið 2000

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla umboðsmanns barna fyrir árið 2000Skýrsla umboðsmanns barna fyrir árið 2000
URI: http://hdl.handle.net/10802/2959
Útgefandi: Umboðsmaður barna
Útgáfa: 07.2001
Efnisorð: Börn; Barnaréttur; Barnavernd; Ársskýrslur; Kynferðisleg misnotkun barna
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Skýrslu þá, sem hér fylgir, hef ég látið taka saman um störf mín á árinu 2000, sbr. 8. gr. laga um umboðsmann barna, nr. 83/1994, en þar segir að umboðsmaður barna skuli árlega gefa forsætisráðherra skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári.
Niðurröðun efnis er með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár. Í fyrsta hluta skýrslunnar eru aðfaraorð mín, þar sem ég dreg saman, í stuttu máli, það helsta er bar til tíðinda á árinu. Kynningar- og fræðslustarfsemi embættisins er gerð skil í öðrum hluta skýrslunnar og í þeim þriðja er yfirlit yfir skráð erindi, bæði munnleg og skrifleg, sem bárust embættinu á árinu 2000. Í fjórða hluta skýrslunnar er að
finna efnislega umfjöllun um þau mál, sem ég tók til meðferðar, bæði samkvæmt
ábendingum og að eigin frumkvæði. Þar er jafnframt að finna umsagnir mínar til Alþingis og stjórnvalda.
Af ýmsum ástæðum eru mál gjarnan lengur en eitt almanaksár í umfjöllun hjá
embættinu og því er, til glöggvunar, vísað til eldri skýrslna minna (SUB: = skýrsla umboðsmanns barna, ártal og kafli ) þegar slíkt á við, um tiltekið málefni.
Eins og fyrr birti ég álitsgerðir mínar og umsagnir í heild sinni, orðrétt og
skáletraðar, sem og bréf þau, er ég hef ritað ýmsum aðilum vegna vinnu minnar við einstök mál. Með sama hætti birti ég einnig, í flestum tilvikum, bréf er mér hafa borist vegna mála sem unnið hefur verið að, orðrétt og innan tilvitnunarmerkja.
Í viðauka I birti ég einn þeirra fyrirlestra, er ég flutti opinberlega á árinu. Hann ber heitið Börnin í borginni – hvað brennur á þeim? og var fluttur á LÍF Í BORG, menningar- og fræðahátíð Háskóla Íslands, 28. maí 2000. Í viðauka II er að finna tvær greinar mínar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, sem birtar voru í
Morgunblaðinu 6. og 7. janúar 2000.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
sub2000.pdf 2.521Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta