Titill:
|
Tíminn sem ég man eftir : ávinningur nemenda af þátttöku í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla ReykjavíkurborgarTíminn sem ég man eftir : ávinningur nemenda af þátttöku í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar |
Höfundur:
|
Jóna Guðrún Jónsdóttir 1963
;
Rannveig Björk Þorkelsdóttir 1962
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/29470
|
Útgáfa:
|
2020 |
Efnisorð:
|
Listgreinar; Leiklist; Lýðræði; Reynslunám
|
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tengd vefsíðuslóð:
|
https://netla.hi.is/greinar/2020/alm/11.pdf
|
Tegund:
|
Tímaritsgrein |
Gegnir ID:
|
991012279909706886
|
Birtist í:
|
Netla 2020
|
Athugasemdir:
|
Rafræn útgáfa eingöngu |
Útdráttur:
|
Markmið rannsóknarinnar sem þessi grein byggir á var að stuðla að aukinni þekkingu á listkennslu og skoða hvaða áhrif þátttaka í verkefni eins og Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar, hefur á líðan og sjálfsmynd ungmenna. Jafnframt var markmiðið að skoða áhrif Skrekks á skólabrag og skólamenningu. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru sextán viðtöl, átta við rýnihópa nemenda á unglingastigi og átta viðtöl við kennara og skólastjórnendur, úr fimm skólum. Einnig var fylgst með nemendum á úrslitakvöldi Skrekks í Borgarleikhúsinu. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að þátttaka í Skrekk hafði jákvæð áhrif á líðan og sjálfsmynd ungmenna, sér í lagi þegar þau fengu tækifæri til að vinna út frá eigin reynslu í námi og lýðræðislegum gildum. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að þátttaka í Skrekk hefði góð áhrif á skólasamfélagið þar sem mikil liðsheild skapaðist í kringum keppnina. Nemendur kynntust þvert á árganga og í ljós kom að þeir litu á þátttöku sína sem afar dýrmætan tíma þar sem þeir söfnuðu jákvæðum minningum. Þeir sögðu það hafa aukið stolt þeirra að taka þátt, jafnt þátttakenda sem áhorfenda þátttökuskóla, og þeirra nemenda sem fylgdust með úr fjarlægð. Þannig urðu þátttakendur og áhorfendur hluti af Skrekkssamfélaginu þar sem félagsleg tengsl mynduðust auk menningar- og samfélagslegra þátta sem höfðu áhrif á skólasamfélagið í heild. Á þann hátt urðu listirnar þáttur í reynslunámi nemenda. |