#

Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2009

Skoða fulla færslu

Titill: Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2009Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2009
Höfundur: Kjartan Guðnason 1964 ; Sigurður Emil Pálsson 1955 ; Elísabet Dólinda Ólafsdóttir 1965 ; Sigurdís Gunnarsdóttir ; Óskar H. Halldórsson
URI: http://hdl.handle.net/10802/2916
Útgefandi: Geislavarnir ríkisins
Útgáfa: 11.2010
Ritröð: GR ; 10:01
Efnisorð: Geislavirkni; Geislavarnir; Loftmengun; Sjávarmengun; Mengunarmælingar; Matvælaeftirlit
ISBN: 978-9979-9756-9-4
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Í skýrslu þessari eru teknar saman vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins á geislavirku
sesíni (Cs-137) í umhverfinu og í matvælum árið 2009. Sesín-137 var mælt í eftirfarandi
sýnaflokkum:
• Andrúmslofti (svifryki)
• Úrkomu
• Kúamjólk (nýmjólk og mjólkurdufti)
• Lambakjöti
• Sjó
• Þangi
• Fiski
Niðurstöður mælinga benda til að litlar breytingar hafi orðið á styrk sesíns síðustu árin og
að a.m.k. sé ekki um marktæka aukningu að ræða. Í andrúmslofti er styrkur sesíns
< 3 μBq/m3 og í úrkomu < 1 mBq/l.
Í mjólk mælist styrkur sesíns að jafnaði nálægt 1 Bq/kg og í mjólkurdufti kringum
10 Bq/kg. Styrkur sesíns í lambakjöti er jafnan breytilegur, í sýnum frá árinu 2009 mældist
hann 1-31 Bq/kg.
Í sjó mælist styrkur sesíns <0,7-2,4 Bq/m3. Hæstur styrkur mælist jafnan í pólsjó fyrir
norðan og vestan land. Sýnataka á sjó er jafnan í höndum Hafrannsóknastofnunar. Í þangi
er styrkur sesíns frá því að vera neðan greiningarmarka og allt að 0,17 Bq/kg þurrvigt og í
fiski undir 0,17 Bq/kg ferskvigt.
Styrkur sesíns í íslenskum matvælum er í öllum tilvikum langt innan alþjóðlegra
viðmiðunarmarka í milliríkjaverslun, sem eru 1000 Bq/kg.
Geislamælar til rauntímavöktunar á gammageislun eru við fjórar sjálfvirkar veðurstöðvar
Veðurstofu Íslands, þ.e. á Bolungarvík, Raufarhöfn, í Hornafirði og í Reykjavík. Styrkur
geislunar er almennt lágur, eða 40-80 nSv/klst. sem er mun lægra en algengt er í
nágrannalöndum.
Niðurstöður vöktunarmælinga frá árunum 1989 - 2008 hafa verið gefnar út.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
voktun_2009.pdf 870.6Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta