Athugasemdir:
|
Í þessari skýrslu er sjónum beint að þeim börnum og unglingum sem líður ekki vel heima, í skólanum eða á meðal vina. Markmiðið er þríþætt. Í fyrsta lagi að kanna hversu hátt hlutfall barna og unglinga hefur slök tengsl við foreldra sína, skóla og/eða vini. Í öðru lagi að komast að því hvað einkennir börn og unglinga með slök félagsleg tengsl með tilliti til bakgrunnsþátta, hegðunar, líðanar og lífsánægju. Í þriðja lagi að kanna hvort góð tengsl á einu sviði geti unnið gegn áhrifum slakra tengsla á öðru, en einnig hvort slök tengsl á fleiri en einu sviði tengist enn neikvæðari þróun á hegðun og líðan barna og unglinga. Til þess voru gögn frá HBSC-rannsókninni árið 2018 notuð. Um er að ræða þrjá aldurshópa barna og unglinga, 11–12 ára, 13–14 ára og 15–16 ára. Myndefni: töflur, súlurit. |