#

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008

Skoða fulla færslu

Titill: Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008
Höfundur: Guðlaugur Einarsson 1953
URI: http://hdl.handle.net/10802/2908
Útgefandi: Geislavarnir ríkisins
Útgáfa: 08.2010
Ritröð: GR ; 10:03
Efnisorð: Geislalækningar
ISBN: 978-9979-9977-8-8
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Geislavarnir ríkisins starfa samkvæmt lögum nr. 44/2002 um geislavarnir með síðari breytingum og reglugerðum sem settar hafa verið með stoð í þeim. Eitt af meginverkefnum stofnunarinnar sbr. 5. gr. lagana er að leggja mat á geislaálag sjúklinga vegna læknisfræðilegrar geislunar hérlendis. Til þess að gegna þessu hlutverki sínu hefur stofnunin síðan 1993 aflað upplýsinga á fimm ára fresti frá öllum myndgreiningardeildum landsins um fjölda og tegundir myndgreiningarrannsókna sem þar eru framkvæmdar. Til þess að mögulegt sé að leggja mat á geislaálag sjúklinga vegna notkunar jónandi geislunar í læknisfræði þarf annars vegar góða sundurliðun á fjölda einstakra myndgreiningarannsókna, og hins vegar mælingar eða mat á geislaálagi sjúklinga fyrir hverja rannsóknartegund á hverjum stað. Af þessum sökum er skráning rannsókna mjög mikilvæg, svo og mælingar og mat á geislaálagi sjúklinga fyrir einstakar rannsóknir. Stofnunin tók saman árið 1994 upplýsingar um fjölda myndgreiningarrannsókna sem framkvæmdar voru á árinu 1993 og birtust helstu niðurstöður í Læknablaðinu. Á árunum 1993 - 1998 fóru einnig fram víðtækar mælingar á geislaálagi sjúklinga við röntgenrannsóknir á flestum stærri röntgendeildum landsins. Út frá þessum gögnum var síðan meðalgeislaálag vegna einstakra röntgenrannsókna reiknað og hópgeislaálag þjóðarinnar metið vegna einstakra tegunda röntgenrannsókna og vegna allrar notkunar röntgengeislunar til sjúkdómsgreiningar innan læknisfræðinnar. Notkun jónandi geislunar til sjúkdómsgreiningar vegur þungt í geislaálagi íslensku þjóðarinnar og því er mikilvægt að nákvæmar upplýsingar um notkun röntgentækja og geislavirkra efna séu fyrir hendi. Upplýsingarnar eru einnig nauðsynlegar til þess að unnt sé að skipuleggja markvisst og árangursríkt starf að geislavörnum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
SkyrslaGR_FjoldiRannsokna2008.pdf 358.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta