dc.description.abstract |
Kynnt er árleg samantekt Geislavarna ríkisins á niðurstöðum um geislaálag starfsfólks sem vann við jónandi geislun á árinu 2007. Samtals báru 550 einstaklingar geislamælifilmur á síðasta ári og starfa þeir hjá 90 fyrirtækjum og stofnunum. Um 90% þeirra vinna við störf tengd heilbrigðisþjónustunni og 60% starfa við læknisfræðilega myndgreiningu. Af þessum 550 einstaklingum mældist geislun hjá 166 eða 30,2 %. Meðalgeislaálag var 0,17 mSv ef miðað er við alla sem báru geislamælifilmu, en ef eingöngu er miðað við þá starfsmenn sem geislun mældist hjá er meðalgeislaálagið 0,56 mSv. Hæðsta geislaálagið var 5,3 mSv hjá starfsmanni á rannsóknarstofu í flokki C (kjarnlæknisfræði). Eingöngu 23 einstaklingar voru með geislaálag á bilinu 1 – 5 mSv og 22 einstaklingar voru á bilinu 0,5 – 1 mSv. Þannig voru 85% allra starfsmanna með geislaálag undir 1 mSv, sem er 1/20 af hámarks leyfilegu árlegu geislaálagi samkvæmt reglugerð nr. 627/2003 um hámörk geislunar starfsmanna og almennings vegna starfsemi þar sem notuð er jónandi geislun. Hópgeislaálag var 0,112 manSv, sem er örlítið hærra en á síðasta ári (0,103 manSv) og mjög svipað og örlítið lægra en meðaltal síðustu 10 ára (0,122 manSv). |
is |