#

Gammagreining : undirstaða og endurbætur

Skoða fulla færslu

Titill: Gammagreining : undirstaða og endurbæturGammagreining : undirstaða og endurbætur
Höfundur: Stefán Örn Stefánsson
URI: http://hdl.handle.net/10802/2870
Útgefandi: Geislavarnir ríkisins
Útgáfa: 02.2013
Ritröð: GR ; 13:01
Efnisorð: Gammageislar; Geislavirkni
ISBN: 978-9935-9117-1-1
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Dr. Sigurður Örn Stefánsson skrifaði eftirfarandi skýrslu um gammagreiningartækni
sumarið 2003, þegar hann vann hjá Geislavörnum ríkisins á námsárum sínum við
Háskóla Íslands. Geislavarnir ríkisins gáfu ekki út skýrslur á þeim tíma. Efni
skýrslunnar stendur þó enn fyrir sínu og stofnuninni finnst rétt að gefa skýrsluna út,
enda hefur vaxandi áhersla verið á gammagreiningartækni hjá stofnuninni.
Ennfremur er það stefna stofnunarinnar að gera sýnilegan góðan afrakstur vinnu
námsmanna í tímabundinni vinnu.
Gammagreiningu má líkja við litrófsgreiningu litrófsgreining, nema hvað í stað þess
að skoða sýnilegt ljós er það gammageislun frá geislavirkum efnum sem er skoðuð.
Sú gammageislun sem hvert geislavirkt efni sendir frá sér er einkennandi fyrir
viðkomandi efni. Með því að mæla róf geislunarinnar með nákvæmum tækjum má
þannig þekkja hvert geislavirkt efni frá öllum öðrum og jafnvel meta hversu mikið er
af því.
Geislavarnir ríkisins hafa beitt gammagreiningu með hárri upplausn á rannsóknstofu
sinni frá því hún hóf starfsemi sína árið 1989. Þessi tækni er undirstaða mælinga
stofnunarinnar á geislavirkum efnum í náttúrunni. Þótt það sé tiltölulega auðvelt að
þekkja geislavirk efni með þessari tækni, þá þarf að leiðrétta vegna margra truflandi
þátta þegar skal meta magn efna. Vinna Sigurðar Arnar sumarið 2003 snerist um
lýsingu á þessum leiðréttingum og hvernig best væri að beita þeim í algengri gerð
forrits (GammaVision) til úrvinnslu gammagreiningargagna. Það forrit sem
Geislavarnir hafa beitt frá upphafi til úrvinnslu almennra vöktunarmælinga er skrifað
á stofnuninni og inniheldur þær leiðréttingar sem þarf að gera vegna þeirra.
Á síðari árum hefur verið aukin áhersla á að nýta gammagreiningu. Stofnunin tók
færanlegan gammagreini í notkun árið 2011, með honum er hægt að meta sýni og
geislun á vettvangi, dæmi um slíka notkun er að finna í skýrslu stofnunarinnar um
vöktunarmælingar hennar árið 2011, GR 12:03 Vöktunarmælingar Geislavarna
ríkisins 2011. Gammagreining á vettvangi felur einnig í sér bætta hæfni til að geta
sinnt ýmsum úttektum, bæði vegna eftirlits og viðbúnaðartengdra atvika. Á forsíðu
þessarar skýrslu er sýnd mæling á dós með spænum af rýrðu úrani. Með
gammagreiningu mátti bæði þekkja innihald dósarinnar og meta magn úransins í
henni.
Stofnunin hefur verið virkur þátttakandi í norrænu samstarfi um
gammagreiningartækni. Undanfarin ár hafa verið haldnar árlegar norrænar
ráðstefnur með fyrirlestrum um gammagreiningu og meðal fyrirlesara hafa einnig
verið gestafyrirlesarar utan Norðurlanda, sem hafa verið með þeim fremstu á sínu
sviði. Geislavarnir héldu slíka ráðstefnu í Hveragerði 11.-12. september s.l. (sjá frétt
stofnunarinnar, Ráðstefna á Íslandi um geislamælitækni). Stofnunin sér einnig um
norrænan wiki-vef um gammagreiningu, GammaWiki.
Samstarfið nær einnig til Bandaríkjanna. National Nuclear Security Administration
bauð erlendum ríkjum, á grunni samstarfs á vegum Alþjóða
kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), að nýta sér getu fremstu rannsóknastofnunar
Bandaríkjanna á sviði gammagreiningar. Í viðbúnaðartilvikum er unnt að fá á
rúmlega klukkutíma óháða staðfestingu á eigin niðurstöðum gammagreiningar eða frumgreiningu á sýnum sem einungis færustu sérfræðingar geta greint og þá með
öflugum hugbúnaði. Geislavarnir voru meðal fyrstu erlendra stofnana til að nýta sér
þessa þjónustu og stofnunin gekkst meðal annars fyrir því að þessar greiningar voru
notaðar í norrænum æfingum, stofnanir á öðrum Norðurlöndum hafa nú fylgt þessu
eftir.
Þótt ýmsar breytingar hafi orðið á þeim áratug sem er liðinn síðan skýrslan er skrifuð
og unnt hefði verið að uppfæra einstaka atriði (t.d. er komin ný og uppfærð útgáfa af
bók Gordon Gilmore sem vitnað er til), þá er skýrslan það vel unnin að það þótti við
hæfi að gefa hana út nákvæmlega eins og höfundur gekk frá henni. Öll aðalatriði
hennar standa enn fyrir sínu og hún kemur enn þeim að góðu gagni sem vilja spreyta
sig á gammagreiningu, því Stefán Örn tók saman ýmis atriði oftast er ekki að finna á
einum stað eða ekki minnst er á. Textinn hér á eftir er því texti höfundar orðréttur,
eins og hann gekk frá honum á sínum tíma.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
gammagreining - undirstada og endurbaetur.pdf 737.1Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta