dc.description.abstract |
Þessi samantekt um Björn Pálsson flugmann á sér langan aðdraganda. Margir höfðu að orði eftir lát hans að mikilvægt væri að færa í letur lífshlaup hans en ekkert varð þó úr því. Árið 2012 kom Óli H. Þórðarson að máli við Svein Björnsson, son Björns og hvatti til þess að saga hans yrði færð í letur. Hann sagðist hafa rekist mjög oft á nafn Björns Pálssonar þegar hann var að taka saman efni um slys á Íslandi og þótti full ástæða til að saga hans yrði varðveitt. Þetta varð til þess að hér hefur verið safnað saman á einn stað nokkru af því ritaða efni sem skráð hefur verið í dagblöðum, bókum og tímaritum meðan Björn lifði sem og eftir hans dag. Til að forðast endurtekningar hafa greinar stundum verið styttar. Margar myndir voru jafnframt skannaðar úr tiltæku efni. |
is |