dc.description.abstract |
Rafbókaútgáfa í 3 skrefum: Hvernig á að útbúa handrit til rafútgáfu á Emma.is Það er ekki flókið að gefa verk út sem rafbók út á Emma.is. Það þarf ekki að kosta þig krónu að verða útgefandi hjá Emmu. Það eina sem þú þarft er fullbúið handrit, einlægan áhuga og örlitla þolinmæði. Tilgangur þessarar handbókar er að leiðbeina þér hvernig þú gerir handrit þitt tilbúið til rafbókaumbrots hjá Emmu. Þegar þú ert búinn að laga handritið að þessum leiðbeiningum, skrá inn allar upplýsingar og senda öll skjöl til okkar i gegnum Emma.is er stórum hluta vinnunnar þinnar búinn. Þá tökum við við. Við förum yfir handritið og tryggjum að allt sé eins og það á að vera. Við notum Word skjalið þitt til þess að búa til rafrænar útgáfur á ePub og Mobi formi. Þessi tvö form henta langstærstum hluta lestækja eins og iPad, Kindle, Android tækjum, heimilistölvum og iPhone. Það er ekki flókið að gefa verk út sem rafbók út á Emma.is. Það eina sem þú þarft er fullbúið handrit, einlægan áhuga og örlitla þolinmæði. |
is |