Útdráttur:
|
Váboðar eftir Ófeig Sigurðsson er safn ná- og fjarskyldra sagna af draumum og fyrirboðum, sérhæfðum rannsóknum og stórhuga áformum, öpum og máfum, skáldum og vísindamönnum, bókum og hnífum, dyntóttu landi og ráðvilltri þjóð. Þetta eru ágengar og fyndnar sögur þar sem misjafnlega venjulegt fólk glímir af veikum mætti við aðsteðjandi ógnir og óttann undir niðri. Ófeigur Sigurðsson er þekktur fyrir frumlegar og skemmtilegar skáldsögur og ljóðabækur. Skáldsaga um Jón var fyrsta bók hans sem vakti verulega athygli og hreppti síðan Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins en þekktust er metsölubókin Öræfi sem hlaut einróma lof gagnrýnenda og íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. |