Útdráttur:
|
Ég dó og þegar ég lifnaði við aftur þá mundi ég allt, sem hafði gerst. Ég var breytt, upplifði mig á nýjan hátt og sá lífið og tilveruna allt öðrum augum. Til að halda utan um þessa breytinga fór ég fór að skrá niður þessa nýju sýn á líf mitt og tilveru. Skrifin urðu að bók sem fékk heitið Hvað er ég? þankabrot um lífið og tilveruna. Eins og menn geta ímyndað sér þá votu þetta sundurleit skrif um allskonar málefni. Ég lét prenta út hluta af þessum skrifum og gaf eða seldi ódýrt til vina og vandamanna. Nú er ég að yfirfara þessi skrif og setja upp í smábækur, sem hver um sig fjallar um eitthvert eitt tiltekið efni. Þegar ég kom til baka var fyrsta spurning mín um þetta fyrirbæri við köllum líf, hvað það er í raun og hvers vegna. Þessi bók fjallar um það ferli og þá niðurstöðu sem ég komst að. |