#

Kvikmyndasafn Íslands : Sýningaskrá 2009 - 2010

Skoða fulla færslu

Titill: Kvikmyndasafn Íslands : Sýningaskrá 2009 - 2010Kvikmyndasafn Íslands : Sýningaskrá 2009 - 2010
Höfundur: Gunnþóra Halldórsdóttir ; Erlendur Sveinsson 1948
URI: http://hdl.handle.net/10802/2828
Útgefandi: Kvikmyndasafn Íslands
Útgáfa: 2009
Efnisorð: Kvikmyndasaga; Sýningarskrár
Tungumál: Íslenska
Tegund: Smáprent
Athugasemdir: Dagskrá vetrarins er að vanda fjölbreytt og er áhorfendum bent sérstaklega á breytt sýningafyrirkomulag
en tvær kvikmyndavikur verða á haustdagskránni. Sú fyrri tengist hafinu og sjávarútvegssögu
Íslands og er undir yfirskriftinni Kreppur, krakk og kvótabrask, og er innlegg Kvikmyndasafnsins
til samfélagslegrar umræðu á tímum kreppu og þrenginga. Á sama tíma stendur yfir í Hafnarborg,
menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, sýningin Lífróður - föðurland vort hálft er hafið. Á þeirri sýningu
verða verk 30 listamanna sem hafa með mismunandi hætti fjallað um hafið í verkum sínum. Hin
kvikmyndavikan er af allt öðrum toga og samanstendur af nýlegum japönskum myndum. Hún er
samstarfsverkefni Kvikmyndasafnsins og Japanska sendiráðsins á Íslandi sem útvegar myndirnar og er
það mikill fengur fyrir áhugasama um menningu þessa fjarlæga lands. Gerð er sérstaklega grein fyrir
sýningatímum innar í bæklingnum á undan umfjöllun um myndirnar.
Tvær vinsælustu myndir frumkvöðulsins Óskars Gíslasonar Björgunarafrekið við Látrabjarg og
ævintýramyndin Síðasti bærinn í dalnum eru á dagskránni. Langt er um liðið síðan þessar myndir
komu síðast fyrir augu almennings og mikið um þær spurt hjá safninu og því sérstaklega ánægjulegt
að geta boðið áhorfendum að rifja upp fyrri kynni sín af þessum myndum jafnframt því að kynna þær
fyrir yngri kynslóðinni.
Kvikmyndasafið heldur áfram samstarfi sínu við Háskóla Íslands. Björn Ægir Norðfjörð, aðjunkt
í kvikmyndafræði við Háskólann, hefur valið sex myndir á dagskrána. Þetta eru ítalskar og franskar
myndir eftir helstu kvikmyndahöfunda landanna á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en myndirnar
tengjast allar námskeiði Björns í HÍ sem heitir Módernismi í kvikmyndagerð. Nemendur í framhaldsnámi
við Íslensku- og menningardeild munu kynna leikstjóra myndanna fyrir áhorfendum á undan sýningum
myndanna. Þess ber að geta að Alliance Francaise útvegar allar frönsku myndirnar.
Í Austur-Þýskalandi eftirstríðsáranna stóð framleiðslufyrirtækið DEFA fyrir gerð kvikmynda,
ríkisrekið kvikmyndaver sem starfaði í kommúnískum anda. Þarna var fjöldi kvikmynda framleiddur
ár hvert alveg fram að hruni múrsins en þær myndir hlutu ekki alltaf náð fyrir augum yfirvalda svo
sumar þeirra voru bannaðar, jafnvel í áratugi. Við sýnum fjórar þessara mynda á haustdagskránni sem
eiga það sameiginlegt að hafa verið valdar meðal 100 bestu kvikmynda Þýskalands.
Kvikmyndavefurinn Rottentomatoes.com setti á dögunum fram val á 30 bestu kvikmyndum sem
gerðar hafa verið eftir verkum William Shakespeare. Nokkrar þessara mynda er að finna í geymslum
Kvikmyndasafnsins og eru nú fjórar þeirra dregnar fram.
Orson Welles fær sérstaka athygli á vordagskránni og Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður
og gagnrýnandi, skrifar inngangsgrein um þennan merka leikara og kvikmyndagerðarmann sem
kannski er þekktastur fyrir mynd sína Citizen Kane en nú gefst áhorfendum tækifæri til að kynna sér
aðrar myndir hans.
Lárus Ýmir Óskarsson, leikstjóri, vakti umtalsverða athygli á níunda áratug síðustu aldar fyrir
kvikmyndir sínar. Nú dustum við rykið af nokkrum þeirra og bjóðum gestum safnsins upp á að rifja upp
myndirnar Andra dansen, Den frusna leoparden og Ryð. Í viðtali segir Lárus frá skoðunum sínum um
kvikmyndagerð, tilurð og viðtöku myndanna. Viðtalið við Lárus Ými er birt í heild sinni á heimasíðu
Kvikmyndasafnsins.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
kvikmyndasafn_nytt.pdf 14.68Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta