Útdráttur:
|
Þessi skrif eru tilkominn vegna sálfræðings, þar sem hún bað mig að skrifa niður hugrenningar mínar. Er hver síða sú síða sem ég lét hana hafa. Ef það er eitthvað merkilegt í þessu þá er það örugglega persónubundið, ég veit það ekki, kannski eitthvað af þessu. Þetta eru bara hugsanir. Því ætti ekki líta á þetta sem annað enn hugsanir geðsjúklings. Þessi bók er fyrir þá sem vilja skoða huga geðsjúklings. Sýnishorn úr bókinni: 1. Í upphafi var myrkur svo kom ljós, ef faðirinn er ljós þá er forfaðirinn myrkur, hvaða afl er að baki myrkurs og ljóss. Nokkrum sinnum hef ég lent í því ástandi að festast á milli sviða, komast hvorki inn í líkamann né út úr honum svipað og lömuð persóna. Það sem ég tók eftir var að það var ekkert ljós á perunni þó að það var kveikt áður enn ég lenti í því ástandi, svipað og atóm tölva getur verið kveikt og slökkt á sama tíma. Því getur myrkur verið ljós frá öðru sjónarsviði. Að ég gat ekki séð ljós merkir að ljósið hérna meginn sést ekki hinum meginn af því að það stjórnast af öðru ljósi. Lífið er hreyfing, það þarf orsök til þess að skapa afleiðingu og það þarf afleiðingu til þess að skapa orsök, því er ekkert upphaf né endir á tilverunni. Hefur ávalt verið hreyfing. Til þess að skilja dauðann þarf maður að hugsa um dauðann. Ég veit ekki hver hefur komið því inn hjá fólki að það sé ljótt að hugsa um dauðann, frá mínu sjónarhorni getur dauðinn orðið hin fegursta upplifun. Til þess að skilja dauðann þá þarf maður að hugsa um dauðann. Það er ekki lífið eftir dauðann heldur lífið hérna megin sem hryllir mig. Ég hef nokkrum sinnum dreymt að ég sé dáinn, verð þá rosalega hamingjusamur. Verð fyrir vonbrigðum þegar ég vakna og fatta að ég er ennþá hér. Að stara inn í sólina getur gert það að verkum að maður blindast a |