Útdráttur:
|
Leiðir Söru og Magdalenu liggja saman er þær leggjast inn á geðdeild á sama tíma. Með þeim tekst djúp og hjartnæm vinátta sem breytir lífi þeirra beggja á óvæntan hátt. Þær deila með hvor annari lífssögu sinni, gera upp drauga fortíðarinnar, óuppgerð leyndarmál, missi, sorgir og þrár hins mannlega hjarta. Kæri lesandi. Þessari sögu er ekki ætlað að vera neitt annað en hún er. Markmiðið með henni er ekki að skrifa bókmenntaverk. Sagan er að mörgu leyti ófullkomin og hrá á köflum. En þannig kom hún til mín og ég er þess fullviss að þannig eigi hún að koma til ykkar, í þessu formi sem er þó ekkert viðurkennt form. Það eina sem ég veit er að ég þarf að deila henni með þeim sem finna þörf hjá sér til að lesa hana. Sannleikur stúlkunnar er hreinn skáldskapur sprottinn úr djúpi hjarta míns. |