Titill: | Fuglinn sem gat ekki flogiðFuglinn sem gat ekki flogið |
Höfundur: | Gísli Pálsson 1949 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/28064 |
Útgefandi: | Mál og menning |
Útgáfa: | 2020 |
Efnisorð: | Fuglafræðingar; Fuglaveiðar; Geirfugl; Útdauðar lífverur; Rafbækur; Ísland; Wolley, John 1823-1859; Newton, Alfred 1829-1907 |
ISBN: | 9789979343028 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Bók |
Gegnir ID: | 991012058479706886 |
Athugasemdir: | Prentuð útgáfa telur 245 bls. 1. útgáfa rafbók merkt 2. útgáfa Myndaskrá: aftast í bókinni Myndefni: myndir, kort, ritsýni. |
Útdráttur: | Geirfuglinn hefur löngum verið sveipaður dulúð. Þessi ófleygi, svipmikli fugl sem lifði við Íslandsstrendur er ekki lengur til nema í frásögnum og á myndum; fáeinir uppstoppaðir hamir eru varðveittir, blásin egg og líffæri í krukkum. Fuglinn hefur orðið tákn tegunda í útrýmingarhættu og nafn hans gleymist því ekki. Fuglinn sem gat ekki flogið er óvenjuleg bók þar sem sagt er frá síðustu veiðiferðunum á geirfuglaslóðir, veiðimönnum, kaupmönnum og söfnurum. Í brennidepli eru tveir breskir ferðalangar sem sigldu til Íslands árið 1858 í leit að geirfuglum en fundu enga. Hins vegar skráðu þeir af nákvæmni allar frásagnir og gögn sem þeir komust yfir og létu eftir sig Geirfuglabækurnar, sem eru einstök heimild um endalok tegundar. Gísli Pálsson mannfræðingur er meðal annars kunnur fyrir rit sín um umhverfismál og norðurslóðir, sem og verðlaunabókina Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér. Hér rekur hann forvitnilega sögu síðustu geirfuglanna og Geirfuglabókanna, segir frá því hvernig þær rak á fjörur hans og hvað þær hafa að geyma – og fjallar um aldauða. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða | Lýsing |
---|---|---|---|---|
forlagid-Fuglinn_sem_gat_ekki_flogið-fcaebd72-9c6b-b50a-516e-ddafa897016c.epub | 32.74Mb | EPUB | Aðgangur lokaður | ePub |