#

Könnun á gróðri og dýralífi ávegarstæðum í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði vegna jarðganga

Skoða fulla færslu

Titill: Könnun á gróðri og dýralífi ávegarstæðum í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði vegna jarðgangaKönnun á gróðri og dýralífi ávegarstæðum í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði vegna jarðganga
Höfundur: Guðrún Á. Jónsdóttir 1954 ; Halldór Walter Stefánsson 1964 ; Inga Dagmar Karlsdóttir 1972 ; Kristín Ágústsdóttir 1973 ; Skarphéðinn G. Þórisson 1954
URI: http://hdl.handle.net/10802/2805
Útgefandi: Náttúrustofa Austurlands
Útgáfa: 01.2001
Ritröð: ; NA-32
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Að beiðni Vegagerðarinnar var lífríki kannað á fyrirhuguðum vegarstæðum nýrra vega að
gangamunnum jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Í matsáætlun kemur
fram að gangamunnar verða í botni Daladals í Fáskrúðsfirði og við Hrúteyri í Reyðarfirði.
Nýr vegur verður byggður Reyðarfjarðarmegin af núverandi vegi að væntanlegum
gangamunna á um 1,5 km löngum kafla. Fáskrúðsfjarðarmegin verður byggður nýr vegur
á um 6,5 km kafla frá gangamunna innst í Daladal að þjóðvegi við botn Fáskrúðsfjarðar.
Áætlað er að nýi vegurinn liggi frá gangamunna innst í Daladal út með Dalsá að Oddsá.
Frá Oddsá mun nýr vegur liggja mestu eins og núverandi þjóðvegur (Vegagerðin 2000).
Skv. matsáætlun er áformað að færa farveg Dalsár sunnar, á um 500 m löngum kafla
innan við Oddsá (Vegagerðin 2000) en þegar vettvangsathugun fór fram var ekki gert ráð
fyrir að vegagerðin hefði áhrif á gróðurlendi sunnan Dalsár og voru þau því ekki skoðuð.
Einnig var gert ráð fyrir að nýtt vegarstæði yrði sunnan við spennistöð Rarik við botn
Fáskrúðsfjarðar en síðar var ákveðið að endurbyggja núverandi veg norðan við
spennistöðina. Gróðurkortlagning náði því einungis norður að núverandi vegi við
spennistöðina.
Í þessari skýrslu er gerð er grein fyrir gróðurfari á vegarstæðum og helstu gróðurlendum
lýst og þau afmörkuð á korti. Tegundasamsetningu gróðurlenda og tegundafjölbreytni
svæða á fyrirhuguðu vegarstæði er einnig lýst í grófum dráttum. Gerð er grein fyrir
sjaldgæfum eða sérstæðum gróðurlendum og tegundum og lagt mat á verðmæti gróðurs.
Í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir fuglalífi og lagt mat á áhrif fyrirhugaðra jarðganga
og vega á fuglalíf á og við vegarstæði. Að lokum er gerð stuttlega grein fyrir hreindýrum,
refum og minkum á áhrifasvæðum fyrirhugaðra vega og jarðganga.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NA-32.Konnun a ... firdi og Faskrudsfirdi.pdf 3.546Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta