#

Könnun á lífríki á fyrirhuguðum vegarstæðum vegna nýbyggingar Suðurfjarðavegar um Kambanesskriður

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Guðrún Á. Jónsdóttir 1954 is
dc.contributor.author Skarphéðinn G. Þórisson 1954 is
dc.contributor.author Halldór Walter Stefánsson 1964 is
dc.date.accessioned 2013-06-11T10:39:39Z
dc.date.available 2013-06-11T10:39:39Z
dc.date.issued 2000-12
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/2803
dc.description Að beiðni Vegagerðarinnar var gerð athugun á gróðri og fuglalífi í Kambanesskriðum
á svæðinu frá Selavík að norðan til Sandhöfða að sunnan, vegna fyrirhugaðrar
nýbyggingar á Suðurfjarðavegi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni (2000) er
áætlað að ný veglína liggi nokkru neðar en núverandi vegur á 200 - 300 m kafla ofan
við Karlsmýri á norðaustan verðu Kambanesi. Sunnan á nesinu er gert ráð fyrir nýju
vegarstæði á um 700 - 800 m löngum kafla við ofan við Moldargil, austan við
Prestastein og á um 300 m kafla við Hökulvíkurgil ofan við Hökulvík. Á öðrum
svæðum er áætlað að ný veglína fylgi að mestu núverandi vegi þótt á nokkrum stöðum
verði dregið úr beygjum svo sem við Þrælagil (Innstagil), Þrælagilsjaðar,
Merkikambsjaðar og ofan við Tyrkjaklöpp (kort I).
Þann 6. júní 2000 var fuglalíf kannað á fyrirhugaðri veglínu í Kambanesskriðum. Gengið
var um svæði þar sem ný veglína víkur frá núverandi vegi en annars var fylgst með
fuglum frá núverandi vegi.
Gróður var skoðaður 7. desember 2000 og var þá gengið um þau svæði sem fyrirhugaðar
breytingar á veglínu liggja um. Þar sem einungis eru fyrirhugaðar endurbætur á veginum í
núverandi vegarstæði voru skráð helstu einkenni gróðurs sitt hvoru megin núverandi
vegar. Þar sem gróður var sölnaður er einungis hægt að lýsa gróðurlendum í grófum
dráttum. Ekki var hægt að gera úttekt á tegunda fjölbreytileika.
Leitað var í gagnasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands eftir upplýsingum um hvaða
tegundir hafa áður verið skráðar á athugunarsvæðinu.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Náttúrustofa Austurlands is
dc.relation.ispartofseries ; NA-31
dc.title Könnun á lífríki á fyrirhuguðum vegarstæðum vegna nýbyggingar Suðurfjarðavegar um Kambanesskriður is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NA-31-Kambanes-skyrsla med korti.pdf 1.180Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta