#

Aprílsólarkuldi : (Eitthvað alveg sérstakt) : frásögn um ást og geðveiki og huggun

Skoða fulla færslu

Titill: Aprílsólarkuldi : (Eitthvað alveg sérstakt) : frásögn um ást og geðveiki og huggunAprílsólarkuldi : (Eitthvað alveg sérstakt) : frásögn um ást og geðveiki og huggun
Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir 1958
URI: http://hdl.handle.net/10802/28034
Útgefandi: JPV (forlag)
Útgáfa: 2020
Efnisorð: Íslenskar bókmenntir; Skáldsögur; Rafbækur
ISBN: 9789935290984
Tungumál: Íslenska
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991012056419706886
Athugasemdir: Prentuð útgáfa telur 143 bls.1. útgáfa rafbók merkt 2. útgáfa
Útdráttur: Þegar Elísabet Jökulsdóttir býður lesendum með í innra ferðalag gildir miðinn alla leið. Sú tilfinning fylgir mér þegar ég les Aprílsólarkulda; ég fæ að lifa með í veruleika aðalpersónunnar Védísar, hvort sem þar ríkir sorg sem kann ekki að vera til, ástin innilega í öllum sínum fimleikum eða einsemdin þegar orðin hætta að virka. Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skólastúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins. Hún kann að láta húsin lifna og anda líkt og landslag, líka bilið á milli þeirra. Hvergi skortir skarpskyggni né húmor í mannlýsingum, lituðum af tíðaranda í lok áttunda áratugarins: einn og annar Kristjaníufari kominn heim, hasspartí hvunndagsmatur og farið að draga úr hippalátum '68-kynslóðarinnar; nú á að fóta sig í frelsinu. Hvað gerist milli fólks þegar orðin bregðast? Glata merkingunni. Þegar tengslin við tungumálið bresta, hvað er þá til ráða? „... því heimurinn mun ekki standa nema vegna merkingar, annars mun hann sáldrast niður og manneskjan getur annars ekki lifað í heiminum,“ segir í sögunni.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
forlagid-Apríl_sólar_kuldi-1f555d65-f01b-950a-d123-7e9708ce5a8e.epub 902.0Kb EPUB Aðgangur lokaður ePub

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta