#

Gróðurvöktun á Vesturöræfum með notkungervitunglamynda : Grunnrannsókn

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Gerður Guðmundsdóttir 1970 is
dc.date.accessioned 2013-06-10T17:10:33Z
dc.date.available 2013-06-10T17:10:33Z
dc.date.issued 2008-03
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/2796
dc.description Unnið fyrir Landsvirkjun is
dc.description.abstract Markmið verkefnisins er að vakta mögulegar breytingar sem kunna að verða á gróðurfari á
Vesturöræfum í kjölfar myndunar Hálslóns. Til þess eru notaðar tvær aðferðir sem gefa
gott heildaryfirlit yfir gróður svæðisins. Það eru útreikningar á gróðurstuðli út frá
gervitunglamynd sem gefur yfirlit yfir þekju og grósku á öllu svæðinu og rannsóknareitir
sem veita upplýsingar um tegundasamsetningu og þekju gróðurs ásamt því að sannreyna
gróðurstuðul.
Gróðurstuðull var reiknaður út frá gervitunglamynd sem tekin var af Kárahnjúkasvæðinu
9. september 2002. Gildin voru flokkuð í 6 flokka og sett fram á kort. Tuttugu og átta reitir
voru settir út á Vesturöræfum í júlí 2007 og var hlutfallsleg þekja tegunda var metin og
hæð gróðurs og jarðvegsdýpt mæld.
Víða var gróður samfelldur á svæðinu en einnig voru melar, minna gróin svæði og
moldarflög. Niðurstöður sýna að gróðurþekja metin í reitum og gróðurstuðulsgildi úr
gervitunglamynd pössuðu vel saman.
Áætlað er að taka gervitunglamyndir af svæðinu sumarið 2008 og eftir það á nokkurra ára
fresti. Gróðurstuðulsgildi verða borin saman á milli mynda (tímabila) og ef gróðurstuðull
sýnir að breytingar séu að verða á gróðri er hægt að fara í rannsóknareitina og kanna
nákvæmlega hvers eðlis þær eru m.t.t. hlutfallslegrar þekju tegunda og
tegundasamsetningar.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Náttúrustofa Austurlands is
dc.relation.ispartofseries ; NA-080082
dc.subject Gróðurfar is
dc.title Gróðurvöktun á Vesturöræfum með notkungervitunglamynda : Grunnrannsókn is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NA-080082-Grodurvoktun_Vesturoraefum-.pdf 32.66Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta