#

Kaaber

Skoða fulla færslu

Titill: KaaberKaaber
URI: http://hdl.handle.net/10802/2725
Efnisorð: Auglýsingar; Fjölmiðlun; Hönnun
Tungumál: Íslenska
Tegund: Smáprent
Athugasemdir: Kaaberhúsið við Sætún hefur mikla sérstöðu í íslenskum markaðsmálum. Þar er að finna kraftmikla fjölskyldu ólíkra en samstilltra fyrirtækja sem liðsinna metnaðarfullu markaðsfólki við að ná markmiðum sínum.

Þessi fimm fyrirtæki eru: Auglýsingastofan Fíton, birtinga- og markaðsstofan Auglýsingamiðlun,
hreyfimyndafyrirtækið Miðstræti og vefstofan Skapalón að ógleymdu því nýjasta: Kansas, sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu.

Í Kaaberhúsinu starfar því stærsti hópur hæfileikafólks á öllum sviðum markaðs- og kynningarmála
sem hægt er að finna undir einu þaki á Íslandi. Viðskiptavinir geta að sjálfsögðu leitað til hvers
og eins fyrirtækis en sameinaðir kraftar allra gefa kost á öflugri miðlun skilaboða, þvert á miðla og um leið hnitmiðaðri nálgun en íslenskt markaðsfólk á að venjast.

Kaaberhúsið er kraumandi suðupottur hugmynda og hönnunar fyrir alla miðla – og er allt unnið eftir
vel skipulögðum verkferlum með það að markmiði að ná betri árangri fyrir viðskiptavini. Komdu í kaffi í Kaaberhúsinu og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Fiton_210×210_wefHQ.pdf 2.852Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta