#

Stærð veraldar : Thames og Pó

Skoða fulla færslu

Titill: Stærð veraldar : Thames og PóStærð veraldar : Thames og Pó
Höfundur: Pétur Halldórsson 1952
URI: http://hdl.handle.net/10802/27205
Útgefandi: Pétur Halldórsson 1952
Útgáfa: 2014
Efnisorð: Táknfræði; Trúarbrögð; Rafbækur
ISBN: 9789935202925
Tungumál: Íslenska
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991012017619706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, kort.
Útdráttur: Stærð veraldar fjallar um stærðfræðilegan grundvöll landnáms. Þegar land var numið var gangur sólar, tungls og stjarnhimins ferstur við sérstök kennileiti í ákveðnum tilgangi. Helgun lands sameinaði stærð manns og jarðar í heimsmynd sem var bæði heilög og hagnýt. Jelling, Feneyjar, Vatikan Rómar, Tower Lundúna, Glastonbury, Stonehenge og Bergþórshvoll, svo að fá dæmi séu tekin, eiga sér sameiginlegar rætur í sögnum sem skrifaðar voru á Íslandi á 13. öld. Úr inngangi bókar: Það var stiginn ævagamall sköpunardans á sveitakrám og söngur tók að óma af bæjunum suður í Veneto þegar, eitt vor sem oftar, virtist steindepillinn horfinn úr högunum. Sagt er að við svipaðar aðstæður hafi Endurreisnartímabilið hafist á Póvöllum og tölvísi fornaldar hafin til vegs á ný. Þessi munnmæli skírskota til svipaðra hugmynda og liggja að baki heimsmyndunum í þessari bók, þegar áttir voru festar og helguð var heimsmynd í samræmi við tíma og vegalengd. Háttalag þessa fíngerða farfugls, hvort hann fer eða kemur á heimaslóðir, er ein megin viðmiðun árstíðaskipta á dvalar-stöðum hans; á sumrin dvelur hann á norðlægum varpstöðvum, á veturna dvelur hann á norður Ítalíu. Heimsmyndin varð til við jaðar hitabeltisins um þær mundir sem mannveran hóf búsetu og byrjaði að yrkja jörðina. Þá mótuðust sköpunarathafnir og maðurinn tók að beita útreikningum af mikilli snilld og spá um framtíðina. Það varð til arkitektúr, og hugmyndir um tölvísi og gang tímans. Heimsmyndin var stikuð samkvæmt sólargangi og stjörnumerkjum. Það varð til siður sem hélst langt fram eftir miðöldum, sem barst með helgum mönnum allt til Íslands á landnámsöld, með viðkomu á uppáhalds leiksviðum Shakespeares á landeyjum Thames og Pó.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
Staerd veraldar Thames og Po - Petur Halldorsson (1).epub 3.666Mb EPUB Aðgangur lokaður ePub
Staerd veraldar Thames og Po - Petur Halldorsson (1).mobi 4.170Mb MOBI Aðgangur lokaður Mobi
Staerd veraldar Thames og Po - Petur Halldorsson (1).opf 3.611Kb Óþekkt Aðgangur lokaður
Staerd veraldar Thames og Po - Petur Halldorsson (1).jpg 176.1Kb JPEG image Aðgangur lokaður

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta